Tímamótasamningur sem þýðir að Meistaradeild kvenna verður í opinni dagskrá á Youtube Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:20 Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu. EPA-EFE/BJORN LARSSON Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur samið við streymisveituna DAZN og Youtube um að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu næstu fjögur árin. Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira