Þá segir á heimasíðu Vegagerðarinnar í morgun að Finnastaðavegur sé við það að fara í sundur við Finnastaðaá og í Ljósavatnsskarði hefur umferðarhraðinn verið tekinn niður í þrjátíu metra á klukkustund þar sem vatn er farið að flæða inn á veginn vegna mikilla vatnavaxta í Ljósavatni.
Vegagerðin segist búast við því að frekari skemmdir komi í ljós nú í morgunsárið og eru ökumenn beðnir um að aka varlega og tilkynna strax um óeðlileg frávik eða vatnavexti í síma 1777.
Lögreglan á Norðurlandi eystra bað fólk á svæðinu í gærkvöldi um að vera ekki á ferðinni á þjóðvegum að óþörfu vegna vatnavaxtanna og íbúar á Akureyri voru beðnir um að vera ekki á ferðinni á göngustígum og lægðum í grennd við Glerá sem var orðin gríðarlega vatnsmikil í gær.
Þá var ákveðið í gær að loka brúnum við Þverá í Eyjafirði og einnig við Möðruvelli, þar sem Eyjafjarðrarbraut eystri og vestri mætast.
Veðurstofan spáin áframhaldandi leysingum í hlýindunum á norðan- og austanverðu landinu. Má því búast við auknu vatnsrennsli og hækkun vatnsborðs í ám og lækjum, sér í lagi þar sem hlýtt er í veðri og snjór til fjalla.