Fjármálastjóri Trump gefur sig fram Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 11:17 Fyrirtæki Trump og fjármálastjóri þess eiga von á ákæru í New York. Vísir/Getty Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot. Ekki hefur verið greint frá efni ákæru umdæmissaksóknarans á Manhattan á hendur Trump-fyrirtækisins. New York Times segir að leynd verði að líkindum aflétt af ákærunni síðar í dag. Rannsókn saksóknarans hefur meðal annars beinst að því hvort að Weisselberg hafi greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Weisselberg mætti ásamt lögmanni sínum á skrifstofu saksóknarans á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma. Í yfirlýsingu sem Trump-fyrirtækið sendi frá sér sakaði það saksóknarann um að nota Weisselberg sem „peð“ í herferð til að koma höggi á Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem skilji eftir sig sviðna jörð. New - Trump Organization statement reacting to Allen Weisselberg who just surrendered to the Manhattan DA this morning — says in part he is being used as a “pawn in a scorched earth attempt to harm the former President. “ pic.twitter.com/WavgJWhy26— John Santucci (@Santucci) July 1, 2021 Ekki er búist við því að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði sjálfur ákærður í dag. Þegar hann var kjörinn forseti fól hann sjóði, sem synir hans og Weisselberg stýra, stjórn viðskiptaveldisins. Saksóknarinn sameinaði rannsókn sína við aðra sem dómsmálaráðherra New York-ríkis stóð fyrir á sama tíma. Saman eru þeir sagðir rannsaka hvort að fyrirtæki Trump hafi blekkt fjármálastofnanir og skattayfirvöld með því að slá ýmist úr og í um verðmæti eigna sinna, allt eftir því hvað hentaði fyrir hvert tilefni. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Ekki hefur verið greint frá efni ákæru umdæmissaksóknarans á Manhattan á hendur Trump-fyrirtækisins. New York Times segir að leynd verði að líkindum aflétt af ákærunni síðar í dag. Rannsókn saksóknarans hefur meðal annars beinst að því hvort að Weisselberg hafi greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Weisselberg mætti ásamt lögmanni sínum á skrifstofu saksóknarans á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma. Í yfirlýsingu sem Trump-fyrirtækið sendi frá sér sakaði það saksóknarann um að nota Weisselberg sem „peð“ í herferð til að koma höggi á Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem skilji eftir sig sviðna jörð. New - Trump Organization statement reacting to Allen Weisselberg who just surrendered to the Manhattan DA this morning — says in part he is being used as a “pawn in a scorched earth attempt to harm the former President. “ pic.twitter.com/WavgJWhy26— John Santucci (@Santucci) July 1, 2021 Ekki er búist við því að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði sjálfur ákærður í dag. Þegar hann var kjörinn forseti fól hann sjóði, sem synir hans og Weisselberg stýra, stjórn viðskiptaveldisins. Saksóknarinn sameinaði rannsókn sína við aðra sem dómsmálaráðherra New York-ríkis stóð fyrir á sama tíma. Saman eru þeir sagðir rannsaka hvort að fyrirtæki Trump hafi blekkt fjármálastofnanir og skattayfirvöld með því að slá ýmist úr og í um verðmæti eigna sinna, allt eftir því hvað hentaði fyrir hvert tilefni.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira