Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tregust til að afhenda gögn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júlí 2021 06:00 Skúli Þór, formaður NEL, segir að verið sé að reyna að leysa vandann í góðu. Ekki náðist í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við vinnslu fréttarinnar. Vísir Ágreiningur hefur verið uppi milli Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skyldu lögreglunnar til að afhenda nefndinni ákveðin gögn. Frá því að nefndin tók til starfa fyrir rúmum fjórum árum hefur mikill tími farið í gagnaöflun frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gögnin sem embættið virðist tregt til að afhenda nefndinni eru gögn í sakamálum sem eru til rannsóknar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig þannig ekki mega afhenda gögn sem tengjast málum í rannsókn til NEL, sem telur það hins vegar beinlínis skyldu lögreglunnar. Stórt embætti og mikið álag Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður NEL, segir við Vísi að nefndin eigi ekki í vandræðum með að fá sambærileg gögn afhent frá öðrum embættum lögreglunnar. „Þetta er náttúrulega stærsta embættið, mesta álagið og það er mest að gera hjá þeim. Maður hefur skilning á því og við erum að reyna að leysa þetta í góðu,“ segir Skúli. Erfitt að fá upptökurnar Þetta kom upp þegar Vísir spurði Skúla út í álit NEL á störfum lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu, því á meðal þess sem þar kom fram var hve langan tíma það tók nefndina að fá upptökur úr búkmyndavélum lögreglunnar afhentar. Þegar þær svo loks bárust kom í ljós að hluti hljóðsins hafði verið afmáður og segir Skúli að það hafi verið vegna þess að NEL hafi fengið sömu útgáfu senda og verjendur þeirra sem eiga hlut að málinu fengu. Þar hafði lögregla afmáð þann hluta upptakanna, sem ekki snerti málið beint, eins og samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðar ámælisvert. Nefndin óskaði þá eftir því að fá frumupptökurnar og fékk þær á endanum en varð á sama tíma að afhenda lögreglunni aftur upptökurnar sem hafði verið átt við. „Við urðum að skila þeim inn því við áttum ekki að fá upptökuna, sem við þó fengum, vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Skúli. Tefur nefndina óhóflega „En málið er að við höfum mjög skýrar heimildir til að fá gögn og við höfum mjög ríka þagnarskyldu á það sem við sjáum og heyrum,“ heldur hann áfram og telur það alveg skýrt í lögum að nefndin eigi rétt á öllum gögnum frá lögreglunni, meira að segja þeim sem sem eru í rannsókn vegna sakamála. „Því að sko – ef að við erum að fara að horfa á það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki afhenda okkur einhver gögn vegna þess að mál eru til rannsóknar þá erum við kannski ekki að fá gögn í einhverju máli í tvö ár eða eitthvað.“ Allsherjarnefnd segir lögin skýr Vandamálið virðist ekki nýtt af nálinni. Frumvarp um breytingar á löreglulögum voru samþykktar fyrir þinglok en í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarpið var fjallað um þetta atriði. Nefndin hafði þá fengið ýmsa aðila að borðinu, til dæmis meðlimi NEL, og hefur greinilega velt því fyrir sér hvort skerpa ætti það ákvæði í lögum sem kveður á um heimild nefndarinnar til að fá gögn afhent frá lögreglunni: „Fram komu sjónarmið um að svo virðist sem að embættin átti sig ekki á afhendingarskyldunni sem á þeim hvílir samkvæmt lögunum og þá fari mikill tími í gagnaöflun frá lögregluembættunum. Því þyrfti að kveða skýrt á um þá skyldu og undantekningar þar á ef einhverjar væru,“ segir í áliti nefndarinnar. Meiri hluti nefndarinnar taldi þá ekki ástæðu til að skerpa á þessu atriði í lögum, það væri mjög skýrt nú þegar: „Meiri hlutinn bendir á að skv. 6. mgr. 8. gr. frumvarpsins yrði texti 5. mgr. 35. gr. lögreglulaga óbreyttur frá því sem nú er og telur ákvæðið vera skýrt um afhendingarskyldu embættanna. Meiri hlutinn áréttar mikilvægi þess að nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum og fái þær upplýsingar sem hún þarf. Í þessu samhengi telur meiri hlutinn mikilvægt að embættin sem í hlut eiga séu meðvituð um hlutverk nefndarinnar.“ Ráðherra inni í málinu Skúli segir að NEL eigi í mjög góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið og að verið sé að reyna að leysa þessi mál svo nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði þá við Vísi fyrr í vikunni að hún hefði áður rætt og þyrfti að ræða betur um þessi mál við lögregluna. Ekki náðist í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við gerð fréttarinnar. Lögreglan Reykjavík Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Frá því að nefndin tók til starfa fyrir rúmum fjórum árum hefur mikill tími farið í gagnaöflun frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gögnin sem embættið virðist tregt til að afhenda nefndinni eru gögn í sakamálum sem eru til rannsóknar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig þannig ekki mega afhenda gögn sem tengjast málum í rannsókn til NEL, sem telur það hins vegar beinlínis skyldu lögreglunnar. Stórt embætti og mikið álag Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður NEL, segir við Vísi að nefndin eigi ekki í vandræðum með að fá sambærileg gögn afhent frá öðrum embættum lögreglunnar. „Þetta er náttúrulega stærsta embættið, mesta álagið og það er mest að gera hjá þeim. Maður hefur skilning á því og við erum að reyna að leysa þetta í góðu,“ segir Skúli. Erfitt að fá upptökurnar Þetta kom upp þegar Vísir spurði Skúla út í álit NEL á störfum lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu, því á meðal þess sem þar kom fram var hve langan tíma það tók nefndina að fá upptökur úr búkmyndavélum lögreglunnar afhentar. Þegar þær svo loks bárust kom í ljós að hluti hljóðsins hafði verið afmáður og segir Skúli að það hafi verið vegna þess að NEL hafi fengið sömu útgáfu senda og verjendur þeirra sem eiga hlut að málinu fengu. Þar hafði lögregla afmáð þann hluta upptakanna, sem ekki snerti málið beint, eins og samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðar ámælisvert. Nefndin óskaði þá eftir því að fá frumupptökurnar og fékk þær á endanum en varð á sama tíma að afhenda lögreglunni aftur upptökurnar sem hafði verið átt við. „Við urðum að skila þeim inn því við áttum ekki að fá upptökuna, sem við þó fengum, vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Skúli. Tefur nefndina óhóflega „En málið er að við höfum mjög skýrar heimildir til að fá gögn og við höfum mjög ríka þagnarskyldu á það sem við sjáum og heyrum,“ heldur hann áfram og telur það alveg skýrt í lögum að nefndin eigi rétt á öllum gögnum frá lögreglunni, meira að segja þeim sem sem eru í rannsókn vegna sakamála. „Því að sko – ef að við erum að fara að horfa á það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki afhenda okkur einhver gögn vegna þess að mál eru til rannsóknar þá erum við kannski ekki að fá gögn í einhverju máli í tvö ár eða eitthvað.“ Allsherjarnefnd segir lögin skýr Vandamálið virðist ekki nýtt af nálinni. Frumvarp um breytingar á löreglulögum voru samþykktar fyrir þinglok en í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarpið var fjallað um þetta atriði. Nefndin hafði þá fengið ýmsa aðila að borðinu, til dæmis meðlimi NEL, og hefur greinilega velt því fyrir sér hvort skerpa ætti það ákvæði í lögum sem kveður á um heimild nefndarinnar til að fá gögn afhent frá lögreglunni: „Fram komu sjónarmið um að svo virðist sem að embættin átti sig ekki á afhendingarskyldunni sem á þeim hvílir samkvæmt lögunum og þá fari mikill tími í gagnaöflun frá lögregluembættunum. Því þyrfti að kveða skýrt á um þá skyldu og undantekningar þar á ef einhverjar væru,“ segir í áliti nefndarinnar. Meiri hluti nefndarinnar taldi þá ekki ástæðu til að skerpa á þessu atriði í lögum, það væri mjög skýrt nú þegar: „Meiri hlutinn bendir á að skv. 6. mgr. 8. gr. frumvarpsins yrði texti 5. mgr. 35. gr. lögreglulaga óbreyttur frá því sem nú er og telur ákvæðið vera skýrt um afhendingarskyldu embættanna. Meiri hlutinn áréttar mikilvægi þess að nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum og fái þær upplýsingar sem hún þarf. Í þessu samhengi telur meiri hlutinn mikilvægt að embættin sem í hlut eiga séu meðvituð um hlutverk nefndarinnar.“ Ráðherra inni í málinu Skúli segir að NEL eigi í mjög góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið og að verið sé að reyna að leysa þessi mál svo nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði þá við Vísi fyrr í vikunni að hún hefði áður rætt og þyrfti að ræða betur um þessi mál við lögregluna. Ekki náðist í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við gerð fréttarinnar.
Lögreglan Reykjavík Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira