Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 09:41 Elsa Jónsdóttir og Björn Loki Björnsson eru alsæl með fyrirhugað reif í Fúski í Gufunesi á laugardaginn. Það er það sem hefur vantað í íslenskt næturlíf, segir Elsa. Rafael Campos de Pinho Takmarkalaus skemmtun í landi án takmarkana, það er auðvitað í hæsta máta viðeigandi. Það er á dagskrá í Gufunesi í Grafarvogi í dag, þar sem rave hefst klukkan þrjú. Og stendur í tólf klukkustundir. Orðabókin býður ekki upp á betra þýðingu á rave-i en „fjörug samkoma.“ Það verður því ekki hjá því komist að nota enska orðið, sem er auðvitað sögulega hlaðið af byltingaranda, mystík og eiturlyfjum. En það er þá vísast að bíta höfuðið af skömminni og styðjast við íslenskan rithátt. Vöruskemman er tilvalinn staður fyrir almennilegt reif, segir Elsa.Instagram Elsa Jónsdóttir er ein ábyrgðaraðila fyrir reifinu. Hún lýsir því sem tólf tíma teknóveislu, danspartíi, en um leið opnunarhófi Fúsks. Gamla skemman sem er tekin undir reifið ber þann virðulega titil Fúsk og er í raun að verða ansi virðulegt listastúdíó á breiðu sviði, höfuðvígi fjölbreytts kollektífs. „Aðaltilgangurinn hérna er að verða listamannastúdíó en við verðum líka með alls konar viðburði. Þetta er fyrsti viðburðurinn. Það er náttúrulega bara reif,“ segir Elsa í samtali við Vísi. Það sem vantar í íslensku næturlífi Fúsk er 1.200 fermetra vöruskemma í Gufunesi, rétt hjá risastúdíó-i Reykjavík Studios. Tilskilin leyfi eru í höfn og fögnuðurinn stendur til þrjú í nótt. Það er allt til alls: Matur, fjölbreytt rými, stórt dansgólf, útisvæði, bar, skúlptúrar og speglaherbergi og innsetningar á smíðaverkstæði. Leikvöllur fyrir fullorðna, segir Elsa, og mikill kærleikur. „Þetta er eitthvað sem okkur hefur fundist vanta. Í gegnum faraldurinn var fólk að halda bara eigin partí og þetta er innblásið af því. Það vantar almennilegan dansklúbb í Reykjavík og svona rými geta komið til móts við það,“ segir Elsa. Fúsk, sem er gömul vöruskemma á iðnaðarsvæði í Grafarvogi, gengur í endurnýjun lífdaga nú eftir heimsfaraldur.Fúsk Miðasalan er í fullum gangi en staðarhaldarar gera þó ráð fyrir að eiga miða til að selja í hurðinni. Elsa Jónsdóttir stendur að verkefninu ásamt samstarfsmönnum sínum Birni Loka Björnssyni og Sigmari Frey Eggertssyni. Fúsk á að verða skapandi miðstöð og í kringum hana er samfélag listamanna í gerjun. Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Orðabókin býður ekki upp á betra þýðingu á rave-i en „fjörug samkoma.“ Það verður því ekki hjá því komist að nota enska orðið, sem er auðvitað sögulega hlaðið af byltingaranda, mystík og eiturlyfjum. En það er þá vísast að bíta höfuðið af skömminni og styðjast við íslenskan rithátt. Vöruskemman er tilvalinn staður fyrir almennilegt reif, segir Elsa.Instagram Elsa Jónsdóttir er ein ábyrgðaraðila fyrir reifinu. Hún lýsir því sem tólf tíma teknóveislu, danspartíi, en um leið opnunarhófi Fúsks. Gamla skemman sem er tekin undir reifið ber þann virðulega titil Fúsk og er í raun að verða ansi virðulegt listastúdíó á breiðu sviði, höfuðvígi fjölbreytts kollektífs. „Aðaltilgangurinn hérna er að verða listamannastúdíó en við verðum líka með alls konar viðburði. Þetta er fyrsti viðburðurinn. Það er náttúrulega bara reif,“ segir Elsa í samtali við Vísi. Það sem vantar í íslensku næturlífi Fúsk er 1.200 fermetra vöruskemma í Gufunesi, rétt hjá risastúdíó-i Reykjavík Studios. Tilskilin leyfi eru í höfn og fögnuðurinn stendur til þrjú í nótt. Það er allt til alls: Matur, fjölbreytt rými, stórt dansgólf, útisvæði, bar, skúlptúrar og speglaherbergi og innsetningar á smíðaverkstæði. Leikvöllur fyrir fullorðna, segir Elsa, og mikill kærleikur. „Þetta er eitthvað sem okkur hefur fundist vanta. Í gegnum faraldurinn var fólk að halda bara eigin partí og þetta er innblásið af því. Það vantar almennilegan dansklúbb í Reykjavík og svona rými geta komið til móts við það,“ segir Elsa. Fúsk, sem er gömul vöruskemma á iðnaðarsvæði í Grafarvogi, gengur í endurnýjun lífdaga nú eftir heimsfaraldur.Fúsk Miðasalan er í fullum gangi en staðarhaldarar gera þó ráð fyrir að eiga miða til að selja í hurðinni. Elsa Jónsdóttir stendur að verkefninu ásamt samstarfsmönnum sínum Birni Loka Björnssyni og Sigmari Frey Eggertssyni. Fúsk á að verða skapandi miðstöð og í kringum hana er samfélag listamanna í gerjun.
Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01
„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00
Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08