Ólympíuleikarnir allt í einu úr sögunni hjá nýjustu hlaupastjörnu Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 08:00 Sha'Carri Richardson fagnar sigri sínum í úrtökumótinu en núna er Ólympíudraumur hennar búinn að breytast í martröð. AP/Chris Carlson Spretthlauparinn Sha'Carri Richardson verður að öllum líkindum ekki með á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi sem tekið var á úrtökumóti bandaríska Ólympíuliðsins á dögunum. Kannabis efnið fannst í sýni hennar. Sha'Carri var ein af stjörnum úrtökumótsins þar sem hún vann hundrað metra hlaupið á 10,86 sekúndum. Hún er mjög litríkur karakter, með gult litað hár og langar neglur eins og Flojo forðum og var því efni í stórstjörnu á leikunum. Sha Carri Richardson could miss the Tokyo Olympics after testing positive for marijuana, per @TheTylerDragonhttps://t.co/qVtl4XfWyl pic.twitter.com/N4TwVZYRkP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2021 Sha'Carri er aðeins 21 árs gömul og þótti að mati margra vera mest spennandi stjarnan í frjálsum íþróttum síðan Usain Bolt kom fram á sínum tíma. Þó að það hafi sé ekki staðfest þá þýðir fall á lyfjaprófi að öll úrslit hennar á mótinu verða þurrkuð út og þar sem með verður hún ekki ein af þremur keppendum Bandaríkjanna í hundrað metra hlaupinu. Sú sem græðir mest á þessu er Jenna Prandini, sem endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi á úrtökumótinu. Samkvæmt frétt ESPN um málið þá hefur þegar verið haft samband við hana um að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á leikunum. Sha'Carri Richardson sjálf, umboðsmaður eða fólk tengt málinu hefur ekki svarað símtölum blaðamanna ESPN en Sha'Carri setti stutta færslu inn á samfélagsmiðla þar sem hún sagðist vera mannleg. I am human— Sha Carri Richardson (@itskerrii) July 1, 2021 Hún mun síðan koma fram í NBC’s Today Show í dag og það verður athyglisvert að sjá hvað kemur þar fram enda vonbrigðin örugglega gríðarleg hjá Sha'Carri sem hafði möguleika á að breyta lífi sínu á Ólympíuleikunum. Kannabis er á bannlista Alþjóðalyfjanefndarinnar en ef íþróttafólkið getur sannað að það var ekki að neita þess til að bæta árangur sinn þá fá þær það þriggja mánaða bann í staðinn fyrir fjögur ár eins og hlutskipti þeirra sem falla á lyfjaprófi. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sha'Carri var ein af stjörnum úrtökumótsins þar sem hún vann hundrað metra hlaupið á 10,86 sekúndum. Hún er mjög litríkur karakter, með gult litað hár og langar neglur eins og Flojo forðum og var því efni í stórstjörnu á leikunum. Sha Carri Richardson could miss the Tokyo Olympics after testing positive for marijuana, per @TheTylerDragonhttps://t.co/qVtl4XfWyl pic.twitter.com/N4TwVZYRkP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2021 Sha'Carri er aðeins 21 árs gömul og þótti að mati margra vera mest spennandi stjarnan í frjálsum íþróttum síðan Usain Bolt kom fram á sínum tíma. Þó að það hafi sé ekki staðfest þá þýðir fall á lyfjaprófi að öll úrslit hennar á mótinu verða þurrkuð út og þar sem með verður hún ekki ein af þremur keppendum Bandaríkjanna í hundrað metra hlaupinu. Sú sem græðir mest á þessu er Jenna Prandini, sem endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi á úrtökumótinu. Samkvæmt frétt ESPN um málið þá hefur þegar verið haft samband við hana um að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á leikunum. Sha'Carri Richardson sjálf, umboðsmaður eða fólk tengt málinu hefur ekki svarað símtölum blaðamanna ESPN en Sha'Carri setti stutta færslu inn á samfélagsmiðla þar sem hún sagðist vera mannleg. I am human— Sha Carri Richardson (@itskerrii) July 1, 2021 Hún mun síðan koma fram í NBC’s Today Show í dag og það verður athyglisvert að sjá hvað kemur þar fram enda vonbrigðin örugglega gríðarleg hjá Sha'Carri sem hafði möguleika á að breyta lífi sínu á Ólympíuleikunum. Kannabis er á bannlista Alþjóðalyfjanefndarinnar en ef íþróttafólkið getur sannað að það var ekki að neita þess til að bæta árangur sinn þá fá þær það þriggja mánaða bann í staðinn fyrir fjögur ár eins og hlutskipti þeirra sem falla á lyfjaprófi.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira