Lífið leikur við stuðningsmanninn sem missti sig Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 09:01 Það var mikill munur á svipbrigðum svissneska stuðningsmannsins fyrir og eftir jöfnunarmark Svisslendinga. Skjáskot/Stöð 2 Sport Luca Loutenbach vakti heimsathygli á leik Sviss og Frakklands á Evrópumótinu í fótbolta. Þessi eldheiti stuðningsmaður Sviss hefur nú grætt talsvert á því hve líflegur hann var í stúkunni. Loutenbach verður á meðal áhorfenda þegar Sviss mætir Spáni í kvöld vegna þess að flugfélagið Swiss Air ákvað að bjóða honum til Pétursborgar. Þangað flýgur Loutenbach að sjálfsögðu á fyrsta farrými, í von um að upplifa sömu sælu og á mánudagskvöld þegar Sviss sló út Frakkland í hádramatískum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Í stöðunni 3-2 fyrir Frakklandi var Sviss í sókn en rangstaða dæmd. Þá mátti sjá Loutenbach gjörsamlega í öngum sínum, líkt og hann hefði gefið upp alla von og engin leið væri til að hughreysta hann. Switzerland don t have Granit Xhaka for their clash with Spain, but they have Luca Loutenbach, their most famous fan. Swiss Air have paid for his business class flights to Russia, with Red Bull and the Swiss Tourist Office also getting in touch with him. pic.twitter.com/JzwfJhX84W— Alan Feehely (@azulfeehely) June 30, 2021 Augnabliki síðar jafnaði Mario Gavranovic metin í 3-3. Aftur var sýnt frá Loutenbach í stúkunni en í þetta sinn var hann kominn úr að ofan, búinn að kasta frá sér hattinum, öskrandi inn á völlinn í mikilli geðshræringu. Þessir líflegu tilburðir stuðningsmannsins fóru ekki framhjá neinum sem á horfði og fyrirtæki í Sviss keppast nú við að gera samninga við Loutenbach. Boðið að vera andlit herferðar fyrir bólusetningu Auk Swiss Air hefur orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull samið við Loutenbach, sem virðist reyndar hafa næga orku, en svissneska ferðamálastofan hefur boðið honum í afslöppunarferð til að jafna sig eftir öll lætin. Svissnesk heilbrigðisyfirvöld vilja svo fá Loutenbach til að vera andlit herferðar sem snýr að því að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Það má búast við því að sjónvarpsvélarnar beinist ekki bara að Alvaro Morata, Sergio Busquets, Xherdan Shaqiri og öllum hinum leikmönnunum í dag, heldur líka að Loutenbach í stúkunni sem eflaust á eftir að lifa sig vel inn í leikinn. Leikur Sviss og Spánar hefst klukkan 16 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Það er sá fyrri af leikjum dagsins í 8-liða úrslitum en í kvöld klukkan 19 mætast svo Belgía og Ítalía. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Sviss Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Loutenbach verður á meðal áhorfenda þegar Sviss mætir Spáni í kvöld vegna þess að flugfélagið Swiss Air ákvað að bjóða honum til Pétursborgar. Þangað flýgur Loutenbach að sjálfsögðu á fyrsta farrými, í von um að upplifa sömu sælu og á mánudagskvöld þegar Sviss sló út Frakkland í hádramatískum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Í stöðunni 3-2 fyrir Frakklandi var Sviss í sókn en rangstaða dæmd. Þá mátti sjá Loutenbach gjörsamlega í öngum sínum, líkt og hann hefði gefið upp alla von og engin leið væri til að hughreysta hann. Switzerland don t have Granit Xhaka for their clash with Spain, but they have Luca Loutenbach, their most famous fan. Swiss Air have paid for his business class flights to Russia, with Red Bull and the Swiss Tourist Office also getting in touch with him. pic.twitter.com/JzwfJhX84W— Alan Feehely (@azulfeehely) June 30, 2021 Augnabliki síðar jafnaði Mario Gavranovic metin í 3-3. Aftur var sýnt frá Loutenbach í stúkunni en í þetta sinn var hann kominn úr að ofan, búinn að kasta frá sér hattinum, öskrandi inn á völlinn í mikilli geðshræringu. Þessir líflegu tilburðir stuðningsmannsins fóru ekki framhjá neinum sem á horfði og fyrirtæki í Sviss keppast nú við að gera samninga við Loutenbach. Boðið að vera andlit herferðar fyrir bólusetningu Auk Swiss Air hefur orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull samið við Loutenbach, sem virðist reyndar hafa næga orku, en svissneska ferðamálastofan hefur boðið honum í afslöppunarferð til að jafna sig eftir öll lætin. Svissnesk heilbrigðisyfirvöld vilja svo fá Loutenbach til að vera andlit herferðar sem snýr að því að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Það má búast við því að sjónvarpsvélarnar beinist ekki bara að Alvaro Morata, Sergio Busquets, Xherdan Shaqiri og öllum hinum leikmönnunum í dag, heldur líka að Loutenbach í stúkunni sem eflaust á eftir að lifa sig vel inn í leikinn. Leikur Sviss og Spánar hefst klukkan 16 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Það er sá fyrri af leikjum dagsins í 8-liða úrslitum en í kvöld klukkan 19 mætast svo Belgía og Ítalía. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Sviss Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira