Gosið enn á ný að skipta um gír Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 13:15 Eldgosið í Geldingadölum hefur verið afar óreglulegt í rúma viku. Páll Einarsson segir það hins vegar ekki óeðlilegt að eldgos séu breytileg. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings. Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00