Frændinn var í ansi áhugaverðu viðtali við BT um frænda sinn sem fékk ansi óvænt samning hjá Barcelona í febrúar á síðasta ári.
Braithwaite var neyðarkaup hjá Barcelona sem var í framherjavandræðum en hann fékk hins vegar fjögurra ára samning hjá félaginu.
Þetta kemur frændanum Philip hins vegar ekki á óvart sem hefur tröllatrú á framherjanum.
“Jeg tror, at han kan hapse den inden for 24 måneder.” Martin Braithwaites onkel tror på Ballon d’Or. #EURO2020 #DEN https://t.co/XcWI3qDBtq
— Daniel Nøjsen Fallah (@danielnojsen) July 3, 2021
„Ég held að hann geti unnið Ballon d’Or. Ég er ekki hræddur við að segja það. Ég held að hann geti unnið verðlaunin innan tveggja ára,“ sagði Philip.
Ansi áhugaverð ummæli en Braithwaite verður væntanlega í byrjunarliði Dana sem mætir Tékklandi í átta liða úrslitum EM síðar í dag.
Hefst leikurinn klukkan 16.00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM. Hitað verður vandlega upp fyrir leikinn og honum gerð góð skil í leikslok.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.