Þeir ensku eru þar af leiðandi komnir í undanúrslit, annað stórmótið í röð, en þeir mæta Danmörku á miðvikudaginn, á heimavelli sínum, Wembley.
Margir enskir flykktust út á götur Lundúna í gær og fögnuðu sigrinum en það gekk ekki slysalaust fyrir sig því lögreglan þurfti að skerast í leikinn.
Myndir og myndbönd hafa gengið af lögreglunni sem þurfti að skerast í leikinn og upp komu slagsmál milli lögreglu og þeirra sem voru komnir til þess að fagna sigrinum.
Lögrelan hefur ekki gefið neitt út, þegar þetta er skrifað, um atburði gærdagsins en Piccadilly Circus var meðal annars þéttsetinn í gær.
Bað lögregla fólk að forðast það að ferðast þangað, væri þess kostur, en fleiri myndir og myndbönd af átökunum í gær má sjá í frétt Daily Mail hér.
Chaos explodes on the streets of London as police come up against England fans https://t.co/FJAhVsMDcu
— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.