Van Gaal gerði lítið úr hollenska karlalandsliðinu fyrir framan kvennaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 10:01 Louis van Gaal verður væntanlega næsti landsliðsþjálfari Hollendinga og hann er byrjaður að reyna að koma stjörnum landsliðsins niður á jörðina. EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Einn frægasti knattspyrnuþjálfari Hollendinga skaut á fótboltalandslið þjóðarinnar eftir frammistöðu liðsins á EM alls staðar í sumar. Karlalandslið Hollendinga í knattspyrnu datt út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar eftir tap á móti Tékkum. Kvennalandslið þjóðarinnar er aftur á móti á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, Barcelona og Bayern München, var fenginn til að tala við leikmenn kvennalandsliðsins og hann notaði karlaliðið sem dæmisögu um hvernig þær ættu ekki að gera hlutina á leikunum. "If you look at them, you see that a glorified bunch of stars can't win a tournament if they aren't a team."-Louis van Gaal on the Dutch national team pic.twitter.com/ajTHAzpiO7— Football Talk (@Football_TaIk) July 3, 2021 „Sjáið bara karlaliðið okkar á EM. Þar sjáum við fullt af stjörnuleikmönnum sem geta ekki unnið saman sem lið. Það er búið að láta mikið með þá en þeir geta ekki unnið ef þeir vinna ekki saman,“ sagði Louis van Gaal. „Ég hef alltaf séð að ykkar lið, undir stjórn Sarinu [Wiegman] er lið sem fer í gegnum eld og brennistein saman. Passið bara upp á það að fara saman sem eitt lið á Ólympíuleikana og vinnið gullið,“ sagði Van Gaal. Louis van Gaal hefur í tvígang þjálfað hollenska landsliðið, fyrst frá 2000 til 2002 og svo aftur frá 2012 til 2014. Hann hefur nú verið orðaður við liðið á ný eftir að Frank De Boer hætti með landsliðið eftir EM. Louis van Gaal ready to step out of retirement and take charge of Holland for third time after Frank de Boer quit https://t.co/2claUrCAtG— MailOnline Sport (@MailSport) June 30, 2021 Van Gaal var hættur en virðist nú vera tilbúinn að snúa aftur til að koma hollenska landsliðinu aftur í hóp bestu landsliða Evrópu og heimsins alls. Hollenska kvennalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og vann að auki silfur á síðasta heimsmeistaramóti eftir tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik. Það eru því miklar væntingar bornar til liðsins alveg eins og karlaliðsins. Hollensku stelpurnar eru með á Ólympíuleikunum í fyrsta skiptið í sögunni en þær eru í riðli með Kína, Brasilíu og Sambíu. EM 2020 í fótbolta Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Karlalandslið Hollendinga í knattspyrnu datt út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar eftir tap á móti Tékkum. Kvennalandslið þjóðarinnar er aftur á móti á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, Barcelona og Bayern München, var fenginn til að tala við leikmenn kvennalandsliðsins og hann notaði karlaliðið sem dæmisögu um hvernig þær ættu ekki að gera hlutina á leikunum. "If you look at them, you see that a glorified bunch of stars can't win a tournament if they aren't a team."-Louis van Gaal on the Dutch national team pic.twitter.com/ajTHAzpiO7— Football Talk (@Football_TaIk) July 3, 2021 „Sjáið bara karlaliðið okkar á EM. Þar sjáum við fullt af stjörnuleikmönnum sem geta ekki unnið saman sem lið. Það er búið að láta mikið með þá en þeir geta ekki unnið ef þeir vinna ekki saman,“ sagði Louis van Gaal. „Ég hef alltaf séð að ykkar lið, undir stjórn Sarinu [Wiegman] er lið sem fer í gegnum eld og brennistein saman. Passið bara upp á það að fara saman sem eitt lið á Ólympíuleikana og vinnið gullið,“ sagði Van Gaal. Louis van Gaal hefur í tvígang þjálfað hollenska landsliðið, fyrst frá 2000 til 2002 og svo aftur frá 2012 til 2014. Hann hefur nú verið orðaður við liðið á ný eftir að Frank De Boer hætti með landsliðið eftir EM. Louis van Gaal ready to step out of retirement and take charge of Holland for third time after Frank de Boer quit https://t.co/2claUrCAtG— MailOnline Sport (@MailSport) June 30, 2021 Van Gaal var hættur en virðist nú vera tilbúinn að snúa aftur til að koma hollenska landsliðinu aftur í hóp bestu landsliða Evrópu og heimsins alls. Hollenska kvennalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og vann að auki silfur á síðasta heimsmeistaramóti eftir tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik. Það eru því miklar væntingar bornar til liðsins alveg eins og karlaliðsins. Hollensku stelpurnar eru með á Ólympíuleikunum í fyrsta skiptið í sögunni en þær eru í riðli með Kína, Brasilíu og Sambíu.
EM 2020 í fótbolta Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira