Á heimasíðu Rafiðnaðarsambandsins segir að 73,4 prósent þeirra greiddu atkvæði hafi greitt atkvæði með samningnum.
Á kjörskrá voru 98 félagar og greiddu 79 atkvæði eða 80,6 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Atkvæði féllu þannig:
- Já sögðu 58 eða 73,4%
- Nei sögðu 21 eða 26,6%
- Auðir eða ógildir voru 0 eða 0%
Atkvæðagreiðsla um samninginn sem fól í sér framlengingu á kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hófst þann 25. júní og lauk í morgun.