Evra með fisk, franskar og fleiri kyndingar í stórfurðulegu myndbandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 09:00 Patrice Evra er enginn venjulegur maður og sannar það í hverju myndbandinu á fætur öðru. Instagram/@patrice.evra Þetta er hvatningarmyndband fyrir enska landsliðið en þetta er líka myndband með frönsku goðsögninni Patrice Evra. Þá er víst von á öllu. Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn