Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2021 08:08 Britney Spears og Larry Rudolph árið 2011. Getty Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. Deadline greinir frá þessu og vísar í bréf hins 57 ára Rudolph til Jamie Spears, föður og lögráðamanns Spears, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns. Faðir Spears og Montgomery hafa gegnt hlutverki lögráðamanna söngkonunnar síðustu þrettán ár og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Í bréfinu gefur Rudolph í skyn að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. „Sem umboðsmaður hennar held ég að það sé henni fyrir bestu að ég hætti í hennar starfsliði þar sem hún hefur ekki lengur þörf á mínum starfskröftum,“ skrifar Rudolph að sögn Deadline. Í bréfinu tekur Rudolph einnig fram að hann hafi ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Hann segist svakalega stoltur af því sem þau gerðu saman þessi 25 ár og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Hann verði ávallt til staðar fyrir Spears, líkt og hann hafi ávallt verið, hafi hún þörf á þjónustu hans á ný. Larry Rudolph hefur einnig verið umboðsmaður annarra stjórna Avril Lavigne, Miley Cyrus, will.i.am, Justin Timberlake, Toni Braxton og DMX. Britney Spears hefur síðustu misserin reynt að losna undan stjórn föður síns. Dómstóll úrskurðaði hins vegar í síðustu viku að faðir Spears yrði áfram fjárhaldsmaður hennar en hið stærra álitamál, hvort söngkonan er hæf til að taka ákvarðanir um eigin líf og hag, er óútkljáð. Er málið næst á dagskrá dómstóls í Los Angeles þann 13. júlí næstkomandi. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Deadline greinir frá þessu og vísar í bréf hins 57 ára Rudolph til Jamie Spears, föður og lögráðamanns Spears, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns. Faðir Spears og Montgomery hafa gegnt hlutverki lögráðamanna söngkonunnar síðustu þrettán ár og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Í bréfinu gefur Rudolph í skyn að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. „Sem umboðsmaður hennar held ég að það sé henni fyrir bestu að ég hætti í hennar starfsliði þar sem hún hefur ekki lengur þörf á mínum starfskröftum,“ skrifar Rudolph að sögn Deadline. Í bréfinu tekur Rudolph einnig fram að hann hafi ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Hann segist svakalega stoltur af því sem þau gerðu saman þessi 25 ár og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Hann verði ávallt til staðar fyrir Spears, líkt og hann hafi ávallt verið, hafi hún þörf á þjónustu hans á ný. Larry Rudolph hefur einnig verið umboðsmaður annarra stjórna Avril Lavigne, Miley Cyrus, will.i.am, Justin Timberlake, Toni Braxton og DMX. Britney Spears hefur síðustu misserin reynt að losna undan stjórn föður síns. Dómstóll úrskurðaði hins vegar í síðustu viku að faðir Spears yrði áfram fjárhaldsmaður hennar en hið stærra álitamál, hvort söngkonan er hæf til að taka ákvarðanir um eigin líf og hag, er óútkljáð. Er málið næst á dagskrá dómstóls í Los Angeles þann 13. júlí næstkomandi.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14
Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46