Yfir þrjátíu stiga hiti á norðanverðum Norðurlöndunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 13:34 Í Banak við Porsangerfjörð í Noregi mældist hitinn 34,3°C 5. júlí 2021. Hitamet hafa fallið í hitabylgju sem gengur nú yfir Skandinavíuskaga og Finnland. Hitinn hefur farið vel yfir þrjátíu gráður í Lapplandi undanfarna daga. Hæstur mældist hitinn 34,3°C í bænum Banak við Porsangerfjörð í norska hluta Lapplands. Í Utsjoki Kevo nyrst í finnska Lapplandi sýndi hitamælirinn 33,6°C á sunnudag sem er hæsti hiti sem hefur mælst þar í meira en hundrað ár. Once more about the extreme heat in the Arctic Fennoscandia today:34.3°C Banak, the coast of Porsangerfjorden, Norway 🇳🇴30.8°C Makkaur Lighthouse, the coast of Arctic ocean, Norway 🇳🇴33.4°C Tanabru, Norway 🇳🇴33.6°C Utsjoki Kevo, Finland 🇫🇮 pic.twitter.com/oZ0LvzRVrq— Mika Rantanen (@mikarantane) July 5, 2021 Jari Tuovinen, veðurfræðingur hjá finnsku veðurstofunni, sagði finnska ríkisútvarpinu YLE að það sé afbrigðilegt að hitinn fari yfir 32°C í Lapplandi. Hitabylgjan þar væri vegna viðvarandi háþrýstikerfis sem héldi heitu lofti yfir landinu. Loftið sé upprunið í Mið-Evrópu. Júnímánuður var almennt heitur á Skandinavíuskaga, sá heitasti frá upphafi mælinga í Finnlandi og í Svíþjóð voru mörg staðbundin hitamet slegin fyrir þann mánuð, að sögn The Guardian. Skoski veðurfræðingurinn Scott Duncan, sem skrifar meðal annars fyrir bandaríska blaðið Washington Post, sagði á Twitter að hitinn í Banak í Noregi sé sá mesti sem hefur mælst ofan við 70. breiddargráðu norður í Evrópu. Hitinn í Skandinavíu í júní og byrjun júlí hafi víða verið 10-15 stigum yfir meðaltali. Lapland under extreme heat right now. 34.3°C at Banak, Norway 🇳🇴 This level of heat has never been observed above 70 degrees north in Europe before.Scandinavia has been in the oven for a while. A very hot June followed by a hot start to July. Widely 10-15°C hotter than average. pic.twitter.com/dYLHOMrhLQ— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) July 5, 2021 Stutt er síðan hitamet féllu í hrönnum í fordæmalausri hitabylgju á vesturströnd Norður-Ameríku. Michael Reeder, prófessor í veðurfræði við Monash-háskóla í Ástralíu, segir The Guardian að hitabylgjan þar og sú sem nú gengur yfir Skandinavíu tengist. Hitabeltislægð í Kyrrahafi undan ströndum Japans hafi valdið gárum í lofthjúpnum sem ollu þeim veðuraðstæðum sem sköpuðu hitabylgjuna yfir vestanverðu Kanada og norðvestanverðum Bandaríkjunum. „Þetta er eins og að plokka gítarstreng. Truflunin dreifði úr sér með skotvindinum. Hún berst til Norður-Ameríku, hún magnast og skapar stórt háþrýstikerfi í miðju lofthjúpsins,“ segir Reeder. Háþrýstikerfið hafði svo áhrif á loftstrauma yfir Norður-Atlantshafi sem leiddi til hitabylgjunnar yfir Skandinavíuskaga. „Frá því sjónarhorni tengist mikli hitinn yfir Skandinavíu beint því sem gerðist í Norður-Ameríku,“ segir hann. Finnland Svíþjóð Noregur Loftslagsmál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Hæstur mældist hitinn 34,3°C í bænum Banak við Porsangerfjörð í norska hluta Lapplands. Í Utsjoki Kevo nyrst í finnska Lapplandi sýndi hitamælirinn 33,6°C á sunnudag sem er hæsti hiti sem hefur mælst þar í meira en hundrað ár. Once more about the extreme heat in the Arctic Fennoscandia today:34.3°C Banak, the coast of Porsangerfjorden, Norway 🇳🇴30.8°C Makkaur Lighthouse, the coast of Arctic ocean, Norway 🇳🇴33.4°C Tanabru, Norway 🇳🇴33.6°C Utsjoki Kevo, Finland 🇫🇮 pic.twitter.com/oZ0LvzRVrq— Mika Rantanen (@mikarantane) July 5, 2021 Jari Tuovinen, veðurfræðingur hjá finnsku veðurstofunni, sagði finnska ríkisútvarpinu YLE að það sé afbrigðilegt að hitinn fari yfir 32°C í Lapplandi. Hitabylgjan þar væri vegna viðvarandi háþrýstikerfis sem héldi heitu lofti yfir landinu. Loftið sé upprunið í Mið-Evrópu. Júnímánuður var almennt heitur á Skandinavíuskaga, sá heitasti frá upphafi mælinga í Finnlandi og í Svíþjóð voru mörg staðbundin hitamet slegin fyrir þann mánuð, að sögn The Guardian. Skoski veðurfræðingurinn Scott Duncan, sem skrifar meðal annars fyrir bandaríska blaðið Washington Post, sagði á Twitter að hitinn í Banak í Noregi sé sá mesti sem hefur mælst ofan við 70. breiddargráðu norður í Evrópu. Hitinn í Skandinavíu í júní og byrjun júlí hafi víða verið 10-15 stigum yfir meðaltali. Lapland under extreme heat right now. 34.3°C at Banak, Norway 🇳🇴 This level of heat has never been observed above 70 degrees north in Europe before.Scandinavia has been in the oven for a while. A very hot June followed by a hot start to July. Widely 10-15°C hotter than average. pic.twitter.com/dYLHOMrhLQ— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) July 5, 2021 Stutt er síðan hitamet féllu í hrönnum í fordæmalausri hitabylgju á vesturströnd Norður-Ameríku. Michael Reeder, prófessor í veðurfræði við Monash-háskóla í Ástralíu, segir The Guardian að hitabylgjan þar og sú sem nú gengur yfir Skandinavíu tengist. Hitabeltislægð í Kyrrahafi undan ströndum Japans hafi valdið gárum í lofthjúpnum sem ollu þeim veðuraðstæðum sem sköpuðu hitabylgjuna yfir vestanverðu Kanada og norðvestanverðum Bandaríkjunum. „Þetta er eins og að plokka gítarstreng. Truflunin dreifði úr sér með skotvindinum. Hún berst til Norður-Ameríku, hún magnast og skapar stórt háþrýstikerfi í miðju lofthjúpsins,“ segir Reeder. Háþrýstikerfið hafði svo áhrif á loftstrauma yfir Norður-Atlantshafi sem leiddi til hitabylgjunnar yfir Skandinavíuskaga. „Frá því sjónarhorni tengist mikli hitinn yfir Skandinavíu beint því sem gerðist í Norður-Ameríku,“ segir hann.
Finnland Svíþjóð Noregur Loftslagsmál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira