Fjörutíu af heitustu stuðningsmönnum Dana fá að fljúga til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 16:16 Danir fengu stuðning úr stúkunni í Bakú þegar þeir unnu Tékka í átta liða úrslitum. Getty/Tom Dulat Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að 40 af dyggustu stuðningsmönnum danska landsliðsins fengju að ferðast frá Danmörku til Englands á undanúrslitaleik liðanna á EM. Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira