Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2021 21:00 Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. VÍSIR Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri. Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri.
Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37