Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2021 21:00 Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. VÍSIR Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri. Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri.
Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37