Starfsmannaskortur í ferðaþjónustu geti hægt á endurreisn greinarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2021 20:00 Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga í vandræðum með að fá fólk til vinnu. Hótelrekandi segir skort á starfskröftum valda því að opnun ferðaþjónustunnar gangi hægar en hún gæti annars gert. Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að rekja megi aukna eftirspurn eftir starfsfólki í geiranum beint til þess hversu vel hefur gengið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Ferðamenn líti á Ísland sem góðan valkost, og því aukist álag á þær greinar sem þjónusti þá. „Við erum búin að ráða mjög mikið af fólki, en þetta eru nú svolítið óvenjulegar aðstæður. Við þurfum að manna alla atvinnugreinina einn, tveir og þrír. Það hefur ekki gengið nógu hratt, því miður,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu. Hann segir bókanir ferðamanna nú í júlí og á næstu mánuðum vera að aukast umtalsvert, sé miðað við vorið og fyrri hluta sumars, og ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til þess að bregðast við skorti á starfskröftum, til að mynda erlendar starfsmannaleigur. „Það hefur slæm áhrif á tekjur í geiranum og hjá okkur öllum, því það skilar sér ekki í kassann hjá ríkinu ef okkur tekst ekki að opna. Þetta hefur þessi hefðbundnu keðjuverkandi áhrif, eins og þegar við þurftum að loka öllu fyrir rúmu ári síðan.“ Kristófer segir að hraðar mætti ganga að „opna“ ferðaþjónustuna.Vísir/Sigurjón Víðar en í hótel og gistiþjónustu hefur reynst erfitt að finna starfsfólk. Emil Helgi Lárusson, varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist finna fyrir því að orðið sé þyngra að manna stöður í greininni. Ýmislegt geti búið að baki, til að mynda aukin aðsókn í nám eða fólk hafi snúið sér að öðrum störfum, auk þess sem aðrar greinar á sviði ferðaþjónustu séu nú farnar að sækja í sig veðrið. „Eitthvað af fólki hefur ekki skilað sér aftur til okkar, af þessu erlenda starfsfólki. Það hafði líklega lítið að gera hérna á Íslandi á síðasta ári. Í staðinn fyrir að hanga yfir engu þá var bara alveg eins gott að fara heim. En við skulum nú vona að þau fari að koma til baka,“ segir Lárus Helgi. Emil Helgi Lárusson er varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.Vísir/Arnar Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að rekja megi aukna eftirspurn eftir starfsfólki í geiranum beint til þess hversu vel hefur gengið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Ferðamenn líti á Ísland sem góðan valkost, og því aukist álag á þær greinar sem þjónusti þá. „Við erum búin að ráða mjög mikið af fólki, en þetta eru nú svolítið óvenjulegar aðstæður. Við þurfum að manna alla atvinnugreinina einn, tveir og þrír. Það hefur ekki gengið nógu hratt, því miður,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu. Hann segir bókanir ferðamanna nú í júlí og á næstu mánuðum vera að aukast umtalsvert, sé miðað við vorið og fyrri hluta sumars, og ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til þess að bregðast við skorti á starfskröftum, til að mynda erlendar starfsmannaleigur. „Það hefur slæm áhrif á tekjur í geiranum og hjá okkur öllum, því það skilar sér ekki í kassann hjá ríkinu ef okkur tekst ekki að opna. Þetta hefur þessi hefðbundnu keðjuverkandi áhrif, eins og þegar við þurftum að loka öllu fyrir rúmu ári síðan.“ Kristófer segir að hraðar mætti ganga að „opna“ ferðaþjónustuna.Vísir/Sigurjón Víðar en í hótel og gistiþjónustu hefur reynst erfitt að finna starfsfólk. Emil Helgi Lárusson, varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist finna fyrir því að orðið sé þyngra að manna stöður í greininni. Ýmislegt geti búið að baki, til að mynda aukin aðsókn í nám eða fólk hafi snúið sér að öðrum störfum, auk þess sem aðrar greinar á sviði ferðaþjónustu séu nú farnar að sækja í sig veðrið. „Eitthvað af fólki hefur ekki skilað sér aftur til okkar, af þessu erlenda starfsfólki. Það hafði líklega lítið að gera hérna á Íslandi á síðasta ári. Í staðinn fyrir að hanga yfir engu þá var bara alveg eins gott að fara heim. En við skulum nú vona að þau fari að koma til baka,“ segir Lárus Helgi. Emil Helgi Lárusson er varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.Vísir/Arnar
Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira