Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 06:31 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan afgreiðslu Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af atvikinu. Lögreglan er sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi. Refugees in Iceland Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis. Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis.
Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira