„Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Snorri Másson skrifar 7. júlí 2021 09:20 Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Flugfreyjufélags Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Johannes Jansson/norden.org Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Þar skrifar hún að níu ár og fernar kosningar séu liðnar frá því að þjóðin hafi samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða vilja sinn til að lögfest yrði ný stjórnarskrá, sem í grundvallaratriðum hafi verið samin af þjóðinni sjálfri. „Hvar í hinum vestræna heimi hefði það verið liðið að þjóðþing myndi hunsa slíkan þjóðarvilja“ spyr Jóhanna, sem var forsætisráðherra í vinstristjórninni 2009-2013 sem lét semja nýja stjórnarskrá á vettvangi stjórnlagaráðs. Jóhanna gagnrýnir enn fremur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi ekki viljað samþykkja ráðstafanir sem hefðu gert breytingar á stjórnarskránni á næsta kjörtímabili mögulegar án þess að boða þyrfti til kosninga vegna þeirra. Ljóst sé að kjósendur geti gengið út frá því að óbreytt ríkisstjórn muni aldrei samþykkja breytingar á stjórnarskránni í anda þjóðarviljans á næsta kjörtímabili. „Þennan Svarta Pétur taka íhaldsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn með sér inní næstu kosningar,“ skrifar Jóhanna. „Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í október 2012. Þátttaka var 48,9% en um 73.000 af 114.000 sem kusu voru fylgjandi því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það eru um 65%. Andrés Ingi Jónsson pírati var flutningsmaður tillögu um að halda sérstakan þingfund um stjórnarskrármál í haust. Þar voru einnig Samfylkingarmenn og flokksmenn Flokks fólksins um borð. Sú tillaga var felld í gær og Jóhanna skrifar sína stöðuuppfærslu meðal annars af því tilefni. Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42 Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Þar skrifar hún að níu ár og fernar kosningar séu liðnar frá því að þjóðin hafi samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða vilja sinn til að lögfest yrði ný stjórnarskrá, sem í grundvallaratriðum hafi verið samin af þjóðinni sjálfri. „Hvar í hinum vestræna heimi hefði það verið liðið að þjóðþing myndi hunsa slíkan þjóðarvilja“ spyr Jóhanna, sem var forsætisráðherra í vinstristjórninni 2009-2013 sem lét semja nýja stjórnarskrá á vettvangi stjórnlagaráðs. Jóhanna gagnrýnir enn fremur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi ekki viljað samþykkja ráðstafanir sem hefðu gert breytingar á stjórnarskránni á næsta kjörtímabili mögulegar án þess að boða þyrfti til kosninga vegna þeirra. Ljóst sé að kjósendur geti gengið út frá því að óbreytt ríkisstjórn muni aldrei samþykkja breytingar á stjórnarskránni í anda þjóðarviljans á næsta kjörtímabili. „Þennan Svarta Pétur taka íhaldsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn með sér inní næstu kosningar,“ skrifar Jóhanna. „Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í október 2012. Þátttaka var 48,9% en um 73.000 af 114.000 sem kusu voru fylgjandi því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það eru um 65%. Andrés Ingi Jónsson pírati var flutningsmaður tillögu um að halda sérstakan þingfund um stjórnarskrármál í haust. Þar voru einnig Samfylkingarmenn og flokksmenn Flokks fólksins um borð. Sú tillaga var felld í gær og Jóhanna skrifar sína stöðuuppfærslu meðal annars af því tilefni.
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42 Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42
Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00