Rafhlaupahjólaleigur í Osló taka hjólin úr umferð á nóttunni um helgar Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2021 10:40 Alls eru níu rafhlaupahjólaleigur með starfsleyfi í Osló. Getty Norsku rafhlaupahjólaleigurnar Bolt og Ryde hafa ákveðið að slökkva á öllum rafhlaupahjólum sínum í landinu á þeim tíma vikunnar þegar slys tengd hjólunum eru flest, það er milli miðnættis og klukkan fimm á morgnana aðfaranætur laugardags og sunnudags. Þetta gerist í kjölfar mikillar umræðu í landinu um slys á fólki sem notast við rafhlaupahjól. Vöruðu læknar í Osló í gær sérstaklega við notkun slíkra hjóla á nóttunni þegar margir nota þau ekki allskostar allsgáðir. Sýndi rannsókn að 75 prósent notenda hjólanna á nóttunni um helgar væru ölvaðir. Læknarnir sögðu sömuleiðis frá því að í nýliðnum júnímánuði hafi fjórtán manns að meðaltali þurft að leita á slysadeild í Osló vegna slysa tengdum rafhlaupahjólum. Norskir fjölmiðlar segja frá því að ákvörðun leiganna taki gildi um komandi helgi, það er á miðnætti á föstudagskvöld. Ryde hyggst sömuleiðis lækka hármarkshraða hjólanna milli klukkan 23 og þar til að slökkt verður á þeim, úr 20 kílómetra á klukkustund og niður í 15. Alls eru níu rafhlaupahjólaleigur með starfsleyfi í Osló: Voi, Tier, Bird, Wind Mobility, Bolt, Light Bikes (Donkey republic), Ryde, Lime og We Mobility. Forsvarsmenn einhverra rafhlaupahjólaleiga, sem eru með starfsleyfi í Osló, hafa sagst ekki munu fylgja fordæmi Ryde og Bolt og munu áfram hafa hjólin í umferð. Noregur Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þetta gerist í kjölfar mikillar umræðu í landinu um slys á fólki sem notast við rafhlaupahjól. Vöruðu læknar í Osló í gær sérstaklega við notkun slíkra hjóla á nóttunni þegar margir nota þau ekki allskostar allsgáðir. Sýndi rannsókn að 75 prósent notenda hjólanna á nóttunni um helgar væru ölvaðir. Læknarnir sögðu sömuleiðis frá því að í nýliðnum júnímánuði hafi fjórtán manns að meðaltali þurft að leita á slysadeild í Osló vegna slysa tengdum rafhlaupahjólum. Norskir fjölmiðlar segja frá því að ákvörðun leiganna taki gildi um komandi helgi, það er á miðnætti á föstudagskvöld. Ryde hyggst sömuleiðis lækka hármarkshraða hjólanna milli klukkan 23 og þar til að slökkt verður á þeim, úr 20 kílómetra á klukkustund og niður í 15. Alls eru níu rafhlaupahjólaleigur með starfsleyfi í Osló: Voi, Tier, Bird, Wind Mobility, Bolt, Light Bikes (Donkey republic), Ryde, Lime og We Mobility. Forsvarsmenn einhverra rafhlaupahjólaleiga, sem eru með starfsleyfi í Osló, hafa sagst ekki munu fylgja fordæmi Ryde og Bolt og munu áfram hafa hjólin í umferð.
Noregur Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37