Sviptur læknaleyfi eftir að upp komst um ónauðsynlegar aðgerðir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júlí 2021 18:31 Læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. VÍSIR/ARNAR Háls, nef- og eyrnalæknir hefur verið sviptur læknaleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, meðal annars á börnum. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins. Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þetta herma áreiðanlegar heimildir fréttastofu. Tugir aðgerða til rannsóknar Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var læknirinn sviptur læknaleyfi sínu í kjölfarið. Hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Handlæknastöðin er einkarekin og eru þar árlega framkvæmdar um 7.600 skurðaðgerðir, flestar á börnum. Handlæknastöðin er einkarekin og eru þar árlega framkvæmdar um 7.600 skurðaðgerðir, flestar á börnum.VÍSIR/ARNAR Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi unnið úrskurð í máli læknis vegna sviptingar starfsleyfis og sá úrskurður verði birtur á næstu dögum. Þangað til tjái ráðuneytið sig ekki. Tjá sig ekki um mál einstakra lækna Í svari embættis landlæknis segir að embættið muni ekki svara spurningum um málið fyrr en úrskurður heilbrigðisráðuneytisins hefur verið birtur. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins og segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka lækna. Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þetta herma áreiðanlegar heimildir fréttastofu. Tugir aðgerða til rannsóknar Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var læknirinn sviptur læknaleyfi sínu í kjölfarið. Hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Handlæknastöðin er einkarekin og eru þar árlega framkvæmdar um 7.600 skurðaðgerðir, flestar á börnum. Handlæknastöðin er einkarekin og eru þar árlega framkvæmdar um 7.600 skurðaðgerðir, flestar á börnum.VÍSIR/ARNAR Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi unnið úrskurð í máli læknis vegna sviptingar starfsleyfis og sá úrskurður verði birtur á næstu dögum. Þangað til tjái ráðuneytið sig ekki. Tjá sig ekki um mál einstakra lækna Í svari embættis landlæknis segir að embættið muni ekki svara spurningum um málið fyrr en úrskurður heilbrigðisráðuneytisins hefur verið birtur. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins og segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka lækna.
Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira