Félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarnar vikur og mögulega mánuði en Ramos kemur til félagsins frá Real Madríd.
Á dögunum var tilkynnt að Ramos myndi ekki framlengja samning sinn við Madrídarliðið eftir áralanga veru hjá félaginu.
Hann brást meðal annars í grát á blaðamannafundinum er þetta var tilkynnt en nú hefur hann skrifað undi tveggja ára samning í París.
Ramos hafði leikið með Real frá árinu 2005 en þar áður lék hann með uppeldisfélaginu Sevilla.
PSG hefur verið öflugt á leikmannamarkaðnum en þeir hafa nælt meðal annars í Achraf Hakimi og Gini Wijnaldum.
Einnig er búist við að Gianluigi Donnarumma semji við félagið á næstu dögum, eftir Evrópumótið, þar sem hann og Ítalir eru komnir í úrslit.
𝐒𝐢 𝐒𝐞𝐧̃𝐨𝐫! ✍️
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 8, 2021
🔴🔵 #WelcomeSergio
pic.twitter.com/n6vciD7YxU