England tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gær með dramatískum sigri á Dönum en Ítalarnir unnu einnig dramatískan sigur á Spáni á þriðjudagskvöldið.
Markið sem réði úrslitum í leik Englendinga og Dana í gær kom eftir vítaspyrnu sem heimamenn fengu í framlengingunni. Þótti hún ansi ódýr.
Raheem Sterling féll þá í teignum eftir baráttu við Joakim Mæhle og Danny Makkelie benti á punktinn. Eitthvað sem Danirnir, og fleiri, voru langt því frá sáttir við.
Eftir leikinn héldu svo stuðningsmenn Englands áfram söngvum sínum að fótboltinn væri að koma heim (e. Football's coming home) en þeir ítölsku voru fljótir að breyta því.
„Football's diving home,“ skrifaði ítalski íþróttafréttamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur fyrir beIN SPort, á Twitter síðu sína.
Fleiri Ítalir hafa brugðið á þann leik að taka h-ið úr home út og setja þess í stað R fyrir framan. Þá myndast setningin: It's coming Rome.
Enn fleiri hafa einfaldlega sett To Rome fyrir aftan It's Coming Home en eitt er víst að það er mikil stemning fyrir leiknum á sunnudag.
‘Football’s diving home’: The Italians step up the mind games ahead of Euro 2020 final https://t.co/iDD7i0w2AM
— MailOnline Sport (@MailSport) July 8, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.