UEFA kærir Englendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 11:32 Kasper Schmeichel ræðir málin við hollenska dómarann Danny Makkelie í undanúrslitaleiknum á Wembley í gær. EPA-EFE/Andy Rain Enska landsliðið er komið í úrslitaleik á stórmóti í fyrsta sinn í 55 ár en það lítur út fyrir að hegðun stuðningsmanna liðsins á Wembley í gær kalli á aðgerðir og refsingar frá yfirvöldum evrópska fótboltans. England vann 2-1 sigur á Danmörku í undanúrslitaleiknum og mætir Ítölum á sunnudagskvöldið. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli enska landsliðsins, Wembley, og fyrir framan tugþúsundir stuðningsmanna enska liðsins. Uefa has charged England after a laser pointer was directed at Denmark goalkeeper Kasper Schmeichel during Wednesday's #Euro2020 semi-final. #bbceuro2020 #ENG— BBC Sport (@BBCSport) July 8, 2021 Það voru einhverjir svartir sauðir meðal áhorfenda í gær og hefur eitt atvik vakið hneykslan hjá mörgum. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað í dag að taka á því máli. UEFA hefur ákveðið að kæra enska knattspyrnusambandið fyrir notkun leysigeisla á leiknum í gær. UEFA sendi frá sér fréttatilkynningu í dag í kjölfar þess að fjölmiðlar voru farnir að fjalla um leysigeislann sem var beint að höfði Kaspers Schmeichel, markvarðar danska landsliðsins. #ENG charged by UEFA over fan directing laser pen at Schmeichel, flares and disturbance during national anthem. #EURO2020 pic.twitter.com/yNxZwO7TWM— Henry Winter (@henrywinter) July 8, 2021 Atvikið gerðist í umdeildri vítaspyrnu sem Englendingar fengu í framlengingunni. Kasper Schmeichel varði vítið en Harry Kane skoraði úr frákastinu. Myndir sýna greinilega þegar leysigeisla er beint framan í andlit Schmeichel. NEWS | #ENG have been charged by UEFA after a laser pointer was directed at Kasper Schmeichel during the win over #DEN. https://t.co/8AVjnA2ZjX— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 8, 2021 Englendingar eiga líka á hættu að vera refsað fyrir aðra slæma hegðun áhorfenda á leiknum eins og þegar þeir bauluðu á þjóðsögn Dana sem og fyrir ólöglega notkun blysa. Samkvæmt heimildum The Athletic þá mun enska sambandið væntanlega fá átta þúsund evru sekt fyrir leysigeislann og fimm hundruð evru sekt fyrir hvert blys eða flugeld. Átta þúsund evrur eru meira en 1,1 milljón íslenskra króna og 500 evrur eru rúmlega 73 þúsund íslenskar krónur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
England vann 2-1 sigur á Danmörku í undanúrslitaleiknum og mætir Ítölum á sunnudagskvöldið. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli enska landsliðsins, Wembley, og fyrir framan tugþúsundir stuðningsmanna enska liðsins. Uefa has charged England after a laser pointer was directed at Denmark goalkeeper Kasper Schmeichel during Wednesday's #Euro2020 semi-final. #bbceuro2020 #ENG— BBC Sport (@BBCSport) July 8, 2021 Það voru einhverjir svartir sauðir meðal áhorfenda í gær og hefur eitt atvik vakið hneykslan hjá mörgum. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað í dag að taka á því máli. UEFA hefur ákveðið að kæra enska knattspyrnusambandið fyrir notkun leysigeisla á leiknum í gær. UEFA sendi frá sér fréttatilkynningu í dag í kjölfar þess að fjölmiðlar voru farnir að fjalla um leysigeislann sem var beint að höfði Kaspers Schmeichel, markvarðar danska landsliðsins. #ENG charged by UEFA over fan directing laser pen at Schmeichel, flares and disturbance during national anthem. #EURO2020 pic.twitter.com/yNxZwO7TWM— Henry Winter (@henrywinter) July 8, 2021 Atvikið gerðist í umdeildri vítaspyrnu sem Englendingar fengu í framlengingunni. Kasper Schmeichel varði vítið en Harry Kane skoraði úr frákastinu. Myndir sýna greinilega þegar leysigeisla er beint framan í andlit Schmeichel. NEWS | #ENG have been charged by UEFA after a laser pointer was directed at Kasper Schmeichel during the win over #DEN. https://t.co/8AVjnA2ZjX— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 8, 2021 Englendingar eiga líka á hættu að vera refsað fyrir aðra slæma hegðun áhorfenda á leiknum eins og þegar þeir bauluðu á þjóðsögn Dana sem og fyrir ólöglega notkun blysa. Samkvæmt heimildum The Athletic þá mun enska sambandið væntanlega fá átta þúsund evru sekt fyrir leysigeislann og fimm hundruð evru sekt fyrir hvert blys eða flugeld. Átta þúsund evrur eru meira en 1,1 milljón íslenskra króna og 500 evrur eru rúmlega 73 þúsund íslenskar krónur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira