Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 11:09 Glódís Perla í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. Í gær greindi Vísir frá því að hin 25 ára gamla Glódís Perla væri mögulega á leið til Bayern en þáverandi lið hennar Rosengård hafði staðfest að hún væri á förum frá liðinu. Nú hefur Bayern staðfest komu Glódísar Perlu. Glódís Perla verður annar Íslendingurinn í herbúðum Þýskalandsmeistaranna en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea tekur vafalítið vel á móti Glódísi Perlu í München.Vísir/Sigurjón Bayern hafði naumlega betur gegn Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Liðið endaði með 61 stig en fyrrum lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða endaði með 59 stig. Bayern fékk aðeins á sig níu mörk í 22 leikjum og ljóst að Glódís Perla á að gera frábæra vörn enn betri. Bayern beið lægri hlut gegn Wolfsburg í undanúrslitum bikarkeppninnar og þá datt liðið út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea. Herzlich willkommen in München, Glódís! Der @FCBayern verpflichtet die isländische Nationalspielerin Glódís #Viggósdóttir vom FC Rosengård. Alle Infos https://t.co/rDptEYKoe2#MiaSanMia pic.twitter.com/cshYoMhcRV— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 Glódís Perla er 26 ára og á að baki 93 landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk. Hún lék með HK/Víking hér á landi ásamt því að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni árin 2013 og 2014 áður en hún hélt til Svíþjóðar ári síðar. Þar lék hún með Eskilstuna áður en hún samdi við Rosengård árið 2017. Hún hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli og er komin í eitt stærsta lið Evrópu. Glódís er spennt fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Þá þakkaði Glódís fólkinu hjá Rosengård og í Malmö kærlega fyrir undanfarin fjögur ár. Malmö sé orðið hennar annað heimili. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að hin 25 ára gamla Glódís Perla væri mögulega á leið til Bayern en þáverandi lið hennar Rosengård hafði staðfest að hún væri á förum frá liðinu. Nú hefur Bayern staðfest komu Glódísar Perlu. Glódís Perla verður annar Íslendingurinn í herbúðum Þýskalandsmeistaranna en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea tekur vafalítið vel á móti Glódísi Perlu í München.Vísir/Sigurjón Bayern hafði naumlega betur gegn Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Liðið endaði með 61 stig en fyrrum lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða endaði með 59 stig. Bayern fékk aðeins á sig níu mörk í 22 leikjum og ljóst að Glódís Perla á að gera frábæra vörn enn betri. Bayern beið lægri hlut gegn Wolfsburg í undanúrslitum bikarkeppninnar og þá datt liðið út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea. Herzlich willkommen in München, Glódís! Der @FCBayern verpflichtet die isländische Nationalspielerin Glódís #Viggósdóttir vom FC Rosengård. Alle Infos https://t.co/rDptEYKoe2#MiaSanMia pic.twitter.com/cshYoMhcRV— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 Glódís Perla er 26 ára og á að baki 93 landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk. Hún lék með HK/Víking hér á landi ásamt því að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni árin 2013 og 2014 áður en hún hélt til Svíþjóðar ári síðar. Þar lék hún með Eskilstuna áður en hún samdi við Rosengård árið 2017. Hún hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli og er komin í eitt stærsta lið Evrópu. Glódís er spennt fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Þá þakkaði Glódís fólkinu hjá Rosengård og í Malmö kærlega fyrir undanfarin fjögur ár. Malmö sé orðið hennar annað heimili. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla)
Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira