Forseti UEFA segir það ósanngjarnt að spila EM í mörgum mismunandi löndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2021 11:45 Aleksander Ceferin sér ekki fyrir sér að EM verði haldið aftur með sama sniði og í ár. Harold Cunningham - UEFA/UEFA via Getty Images Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, segir það ósanngjarnt gagnvart stuðningsmönnum og liðunum sem taka þátt á EM hversu langt sumir þurfi að ferðast á milli leikja. Hann segir að hann muni ekki láta þetta koma fyrir aftur. Á morgun mætast Englendingar og Ítalir í úrslitum Evrópumótsins sem hefur farið fram í ellefu mismunandi löndum. Mikill munur er á því hversu langt liðin og stuðningsmenn þeirra hafa þurft að ferðast á milli leikja. Skotar hafa sloppið best og aðeins þurft að ferðast 1.108km, á meðan að Svisslendingar hafa þurft að ferðast mest allra, eða 15.485km. Það er tæplega 14 sinnum meira en Skotarnir. „Ég myndi ekki styðja þetta aftur,“ sagði Ceferin í samtali við BBC. „Það er ekki réttlátt að sum lið þurfi að ferðat yfir 10.000km á meðan að önnur þurfa bara að ferðast 1.000km.“ „Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn, sem þurftu einn daginn að vera í Róm og svo Bakú nokkrum dögum seinna.“ „Við þurftum að ferðast mikið. Til landa með mismunandi lög, mismunandi gjaldmiðil, lönd í Evrópusambandinu og lönd utan þess. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ „Það var ákveðið að hafa þetta með þessu sniði áður en ég tók við og ég virði það. Þetta var áhugaverð hugmynd, en hún er erfið í framkvæmt og ég held að við munum ekki gera þetta aftur,“ sagði Ceferin að lokum. Leikir Evrópumótsins hafa verið spilaðir í London, Glasgow, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Sankti Pétursborg, Sevilla, Munchen, Bakú, Róm, Búkarest og Búdapest. Bæði Englendingar og Ítalir spiluðu alla leiki sína í riðlinum í heimalandi sínu, en Englendingar hafa einungis leikið einn leik utan Englands. Það var leikur liðsins gegn Úkraínu í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Á morgun mætast Englendingar og Ítalir í úrslitum Evrópumótsins sem hefur farið fram í ellefu mismunandi löndum. Mikill munur er á því hversu langt liðin og stuðningsmenn þeirra hafa þurft að ferðast á milli leikja. Skotar hafa sloppið best og aðeins þurft að ferðast 1.108km, á meðan að Svisslendingar hafa þurft að ferðast mest allra, eða 15.485km. Það er tæplega 14 sinnum meira en Skotarnir. „Ég myndi ekki styðja þetta aftur,“ sagði Ceferin í samtali við BBC. „Það er ekki réttlátt að sum lið þurfi að ferðat yfir 10.000km á meðan að önnur þurfa bara að ferðast 1.000km.“ „Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn, sem þurftu einn daginn að vera í Róm og svo Bakú nokkrum dögum seinna.“ „Við þurftum að ferðast mikið. Til landa með mismunandi lög, mismunandi gjaldmiðil, lönd í Evrópusambandinu og lönd utan þess. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ „Það var ákveðið að hafa þetta með þessu sniði áður en ég tók við og ég virði það. Þetta var áhugaverð hugmynd, en hún er erfið í framkvæmt og ég held að við munum ekki gera þetta aftur,“ sagði Ceferin að lokum. Leikir Evrópumótsins hafa verið spilaðir í London, Glasgow, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Sankti Pétursborg, Sevilla, Munchen, Bakú, Róm, Búkarest og Búdapest. Bæði Englendingar og Ítalir spiluðu alla leiki sína í riðlinum í heimalandi sínu, en Englendingar hafa einungis leikið einn leik utan Englands. Það var leikur liðsins gegn Úkraínu í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira