Bandaríkin og SÞ verða ekki við beiðni Haítí um hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2021 18:04 Lögregluþjónar leita þeirra árásarmanna sem enn eru sagðir ganga lausir. AP/Joseph Odelyn Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni ráðandi fylkinga á Haítí um að senda hermenn til ríkisins. Starfandi ríkisstjórn Haítí hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar um að senda þeim hermenn til aðstoðar eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var skotinn til bana á heimili sínu í vikunni af hópi málaliða frá Kólumbíu. Samkvæmt beiðninni áttu hermennirnir að hjálpa við að tryggja öryggi og vernda helstu stofnanir Haítí. „Hvað eigum við að gera? Eigum við að láta ríkið falla í óreiðu?“ hefur AP fréttaveitan eftir Marhias Pierre, kosningaráðherra Haítí um beiðnirnar. „Við erum ekki að biðja um að landið verði hernumið. Við erum að biðja aðstoð og hjálp. Svo lengi sem við erum veikbyggða, held ég að við þurfum á nágrönnum okkar að halda.“ „Við þurfum augljóslega aðstoð og við höfum beðið alþjóðlega félagar okkar um hjálp,“ sagði Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra, við AP. Hann sagði að hermenn gætu aðstoðað lögreglu Haítí við að tryggja öryggi í ríkinu. Ekkert formlegt svar hefur borist frá Bandaríkjunum enn en fjölmiðlar vestanhafs hafa eftir heimildarmönnum sínum innan ríkisstjórnar Joes Biden að það standi ekki til. Þá stendur til að senda rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Haítí til að aðstoða við rannsókn á morðinu. Þá segir í frétt New York Times að í Bandaríkjunum sé verið að rannsaka hvort öryggissveitir Haítí séu viðloðnar dauða Moise. Mikil óvissa ríkir varðandi hver eigi í raun að fara með völd á Haítí. Forsetinn hafði rekið fjölmarga þingmenn og Hæstaréttardómara á kjörtímabili sínu og forseti Hæstaréttar, sem hefði samkvæmt stjórnarskrá átt að taka við forsetaembættinu, dó nýverið vegna Covid-19. Kosningar áttu að fara fram í fyrra en þeim var frestað og daginn áður en hann var myrtur hafði Moise skipað Ariel Henry, sem nýjan forsætisráðherra. Joseph, sem er í raun utanríkisráðherra, hafði verið starfandi forsætisráðherra í tvo og hálfan mánuð þegar Moise var myrtur. Henry hefur sagt að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Þá lýsti hópur þingmanna því yfir í gær að þeir teldu Joseph Lambert, forseta öldungadeildarþings Haíti, sem Moise hafði lagt niður, vera réttmætan forseta og að Henry væri réttmætur forsætisráðherra. Joseph fer þó með stjórnartaumana á Haítí. Í samtali við AP segir Joseph að honum þyki miður að aðrir séu að reyna að nota morð Moise í pólitískum tilgangi. „Ég hef engan áhuga á valdabaráttu,“ sagði Joseph, sem nýtur stuðnings lögreglu og hers Haítí. „Það er bara ein leið til að verða forseti á Haítí og það er með því að vinna kosningar.“ Ráðamenn á Haítí segja hóp 28 manna hafa ráðist á forsetahöllina aðfaranótt miðvikudags. Tveir þeirra eru bandarískir ríkisborgarar, upprunalega frá Haítí, og 26 þeirra eru sagðir vera frá Kólumbíu. Búið er að handtaka sautján menn frá Kólumbíu og Bandaríkjamennina tvo. Einhverjir árásarmannanna hafa verið felldir en lögreglan segir átta ganga enn lausa. Enn liggur ekki fyrir hver höfuðpaur eða höfuðpaurar árásarinnar er eða eru. Haítí Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. 7. júlí 2021 15:31 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Samkvæmt beiðninni áttu hermennirnir að hjálpa við að tryggja öryggi og vernda helstu stofnanir Haítí. „Hvað eigum við að gera? Eigum við að láta ríkið falla í óreiðu?“ hefur AP fréttaveitan eftir Marhias Pierre, kosningaráðherra Haítí um beiðnirnar. „Við erum ekki að biðja um að landið verði hernumið. Við erum að biðja aðstoð og hjálp. Svo lengi sem við erum veikbyggða, held ég að við þurfum á nágrönnum okkar að halda.“ „Við þurfum augljóslega aðstoð og við höfum beðið alþjóðlega félagar okkar um hjálp,“ sagði Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra, við AP. Hann sagði að hermenn gætu aðstoðað lögreglu Haítí við að tryggja öryggi í ríkinu. Ekkert formlegt svar hefur borist frá Bandaríkjunum enn en fjölmiðlar vestanhafs hafa eftir heimildarmönnum sínum innan ríkisstjórnar Joes Biden að það standi ekki til. Þá stendur til að senda rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Haítí til að aðstoða við rannsókn á morðinu. Þá segir í frétt New York Times að í Bandaríkjunum sé verið að rannsaka hvort öryggissveitir Haítí séu viðloðnar dauða Moise. Mikil óvissa ríkir varðandi hver eigi í raun að fara með völd á Haítí. Forsetinn hafði rekið fjölmarga þingmenn og Hæstaréttardómara á kjörtímabili sínu og forseti Hæstaréttar, sem hefði samkvæmt stjórnarskrá átt að taka við forsetaembættinu, dó nýverið vegna Covid-19. Kosningar áttu að fara fram í fyrra en þeim var frestað og daginn áður en hann var myrtur hafði Moise skipað Ariel Henry, sem nýjan forsætisráðherra. Joseph, sem er í raun utanríkisráðherra, hafði verið starfandi forsætisráðherra í tvo og hálfan mánuð þegar Moise var myrtur. Henry hefur sagt að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Þá lýsti hópur þingmanna því yfir í gær að þeir teldu Joseph Lambert, forseta öldungadeildarþings Haíti, sem Moise hafði lagt niður, vera réttmætan forseta og að Henry væri réttmætur forsætisráðherra. Joseph fer þó með stjórnartaumana á Haítí. Í samtali við AP segir Joseph að honum þyki miður að aðrir séu að reyna að nota morð Moise í pólitískum tilgangi. „Ég hef engan áhuga á valdabaráttu,“ sagði Joseph, sem nýtur stuðnings lögreglu og hers Haítí. „Það er bara ein leið til að verða forseti á Haítí og það er með því að vinna kosningar.“ Ráðamenn á Haítí segja hóp 28 manna hafa ráðist á forsetahöllina aðfaranótt miðvikudags. Tveir þeirra eru bandarískir ríkisborgarar, upprunalega frá Haítí, og 26 þeirra eru sagðir vera frá Kólumbíu. Búið er að handtaka sautján menn frá Kólumbíu og Bandaríkjamennina tvo. Einhverjir árásarmannanna hafa verið felldir en lögreglan segir átta ganga enn lausa. Enn liggur ekki fyrir hver höfuðpaur eða höfuðpaurar árásarinnar er eða eru.
Haítí Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. 7. júlí 2021 15:31 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49
Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16
Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56
Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. 7. júlí 2021 15:31