Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 22:01 Harry Kane segir mikið hvíla á herðum leikmanna enska liðsins annað kvöld. EPA-EFE/Ettore Ferrari Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld. Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira