Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 22:01 Harry Kane segir mikið hvíla á herðum leikmanna enska liðsins annað kvöld. EPA-EFE/Ettore Ferrari Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld. Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira