Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 13:11 Flokksmenn Katrínar vilja ekki endurtaka leikinn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. vísir/vilhelm Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira