Southgate tekur tapið á sig og segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttunum sjálfur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Gareth Southgate hughreystir Bukayo Saka eftir að hann klúðraði síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. getty/Laurence Griffiths Gareth Southgate tók tap Englands gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í gær á sig. Hann sagðist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englendinga sjálfur. Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti