Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 10:45 Bukayo Saka niðurlútur eftir að hafa klúðrað síðastu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu. getty/Shaun Botterill Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. Hinn nítján ára Saka kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, í stöðunni 1-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því réðust úrslitin í vítakeppni. Saka tók síðustu spyrnu Englands og þurfti að skora til að jafna og senda vítakeppnina í bráðabana. Gianluigi Donnarumma varði hins vegar spyrnu Arsenal-mannsins og tryggði ítalska liðinu Evrópumeistaratitilinn. Þrátt fyrir vítaklúðrið fékk Saka hæstu einkunn hjá Sky Sports eftir leikinn í gær, eða tíu. „Það væri hægt að tala um hvernig spilamennska Englands batnaði eftir að hann kom inn á og leikkerfinu var breytt. En eina einkuninn sem er þess virði að gefa er viðurkenning á því að stíga fram á spennuþrungnasta augnabliki sem til er, nítján ára strákur sem hafði varla spilað fyrir þjóð sína fyrr en á þessu ári og hafði aldrei tekið víti fyrir sitt félagslið, og taka síðasta vítið þegar margir af reyndari samherjum hans sátu hjá. England hefði ekki átt að setja unglinginn nálægt þessari stöðu,“ segir í umsögn Sky Sports. Fyrir utan Saka fengu markvörðurinn Jordan Pickford og miðverðirnir John Stones og Harry Maguire hæstu einkunn hjá Sky Sports fyrir frammistöðu sína, eða átta. Mason Mount fékk lægstu einkunn ensku leikmannanna, eða fjóra. Fyrirliðinn Harry Kane fékk fimm líkt og varamennirnir Jordan Henderson og Jack Grealish. Eftir leikinn varð Saka fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum líkt og Sancho og Rashford. Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin. Saka hefur leikið níu landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Það kom gegn Austurríki í aðdraganda EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Hinn nítján ára Saka kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, í stöðunni 1-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því réðust úrslitin í vítakeppni. Saka tók síðustu spyrnu Englands og þurfti að skora til að jafna og senda vítakeppnina í bráðabana. Gianluigi Donnarumma varði hins vegar spyrnu Arsenal-mannsins og tryggði ítalska liðinu Evrópumeistaratitilinn. Þrátt fyrir vítaklúðrið fékk Saka hæstu einkunn hjá Sky Sports eftir leikinn í gær, eða tíu. „Það væri hægt að tala um hvernig spilamennska Englands batnaði eftir að hann kom inn á og leikkerfinu var breytt. En eina einkuninn sem er þess virði að gefa er viðurkenning á því að stíga fram á spennuþrungnasta augnabliki sem til er, nítján ára strákur sem hafði varla spilað fyrir þjóð sína fyrr en á þessu ári og hafði aldrei tekið víti fyrir sitt félagslið, og taka síðasta vítið þegar margir af reyndari samherjum hans sátu hjá. England hefði ekki átt að setja unglinginn nálægt þessari stöðu,“ segir í umsögn Sky Sports. Fyrir utan Saka fengu markvörðurinn Jordan Pickford og miðverðirnir John Stones og Harry Maguire hæstu einkunn hjá Sky Sports fyrir frammistöðu sína, eða átta. Mason Mount fékk lægstu einkunn ensku leikmannanna, eða fjóra. Fyrirliðinn Harry Kane fékk fimm líkt og varamennirnir Jordan Henderson og Jack Grealish. Eftir leikinn varð Saka fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum líkt og Sancho og Rashford. Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin. Saka hefur leikið níu landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Það kom gegn Austurríki í aðdraganda EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti