Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba Ása Ninna Pétursdóttir og Snorri Másson skrifa 12. júlí 2021 20:37 Hakkari er að gera áhrifavöldum lífið leitt, þar á meðal Birgittu Líf Björnsdóttur og Kristínu Pétursdóttur. „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. Kristín er á meðal nokkurra íslenskra Instagram-áhrifavalda sem hafa lent í því á síðustu dögum að vera hakkaðir á Instagram. Reikningurinn hverfur bara og engin svör fást um það hvers vegna. Birgitta Líf Björnsdóttir áhrifavaldur var að lenda í því sama fyrir fjórum klukkustundum. „Þetta er svolítið óþægilegt. En ég er alltaf jákvæð og ég er bara að reyna að leysa þetta,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Birgitta hefur ekki verið í samskiptum við sinn hakkara en ætla má að sá sami sé að verki. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“ Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við aðra íslenska áhrifavöld virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta kemst ekki inn á reikninginn sinn og ekki er annað að sjá á Instagram en að hann sé horfinn. Hún segist ekki óróleg að fá hann aftur strax - en hún verði þó að fá hann aftur fyrr eða síðar. Kristín og Birgitta eru báðar mjög vinsælar á samfélagsmiðlum; Kristín er með 21.000 fylgjendur á Instagram og Birgitta með 25.000. Kristín segir tilfinninguna óþægilega að vita að það sé svo auðvelt að brjótast inn á þessa miðla og vonast hún til þess að málið skýrist fljótlega. Svonefndur King Sanchez er hinn seki, eins og sjá má á þessum reikningi. Hann býðst til að hakka fleiri. View this post on Instagram A post shared by @kingsanchezx Gortar sig af árangrinum Í samtali við Vísi segist Kristín ekki hafa geta skráð sig inn á Instagram-síðu sína frá því í gærmorgun. Þá hafi hún fengið þá meldingu að honum hafi verið lokað vegna öryggisástæðna. Ég veit ekki yfir hvaða upplýsingar hann var búinn að komast en Instagram hefur allavega séð að eitthvað var í gangi og lokað síðunni. Eftir að síðunni var lokað bjó hakkarinn til aðra síðu í Kristínar nafni og fór að senda vinum hennar skilaboð, myndir og myndbönd. Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Péturs segir farir sínar ekki sléttar en óprúttnir tölvuþrjótar brutust inn á Instagram síðu hennar um helgina. „Þessi maður er svo að gorta sig að því að hann sé búinn að ná loka þessum síðum,“ segir Kristín sem vonast til þess að þessi verknaður sé handahófskenndur en ekki einhver persónuleg árás. „Það getur í raun hver sem er lent í þessu og þetta virðist alveg random, en maður veit aldrei.“ Kristín setti sig strax í samband við Instagram til að tilkynna brotið og reyna að fá aðgang að síðunni sinni aftur en svörin berast seint. Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur. Fórnarlömbin fleiri Kristín veit nú þegar til tveggja annarra kvenna sem lentu í því sama í liðinni viku. Þær heita Sigurbjörg Birta Pétursdóttir og Kristín Amalía Arnþórsdóttir og eru góðar vinkonur. Sú sem lenti í þessu fyrst þeirra þriggja er Sigurbjörg Birta. Í samtali við Vísi segir Sigurbjörg Birta að á mánudaginn fyrir viku síðan hafi hún orðið vör við það að einhver hafi loggað sig inn á Instagram síðuna hennar. Hún var með öryggiststillingarnar sínar stilltar þannig að ef innskráning verður úr öðrum tækjum er hennar þá fái hún tilkynningu og upplýsingar frá Instagram sendar í tölvupósti. Þennan dag fékk hún tölvupóst með tilkynningu um innskráningu frá tæki sem var ekki í hennar eigu og var tækið skráð í Kópavogi. Mér brá auðvitað og breytti alveg tvisvar sinnum um lykilorð. Svo þegar ég var á Instagram daginn eftir þá skráist ég allt í einu út og kemst ekki inn aftur. Stuttu seinna hverfur Instagram síða Sigurbjargar Birtu. Fljótlega kemur í ljós ný gervi Instagram síða með nafni Sigurbjargar og sömu prófíl mynd. Hakkarinn byrjaði strax að finna út hverjir vinir hennar væri á Instagram og byrjaði að fylgja þeim og senda skilaboð í hennar nafni. Sjálf komst Sigurbjörg í samband við hakkarann þegar hann sendi kærasta hennar skilaboð í gegnum þessa nýju gervi síðu. Sigurbjörg segir spjallið hafa vakið óhug. „Ég var hrædd – það var eins og hann var að targeta mig. Ég fór að spyrja hann af hverju hann væri að gera þetta og hann svaraði: Just for fun.“ Hakkarinn reyndi ítrekað að fá þau til þess að borga honum pening til þess að ná síðunni til baka. Sigurbjörg segir að það hafi verið mjög óþægilega tilfinningu að eiga samskipti við þennan aðila og hún hafi fljótt áttað sig á því að það myndi ekki bera neinn árangur. Hakkarinn sendi henni svo skilaboð þar sem gaf sterklega til kynna að Kristín Amalía og Kristín Péturs væru næstar í röðinni. Sigurbjörg og Kristín Amalía eru mjög góðar vinkonur en hvorugar þekkja Kristínu Péturs persónulega. „Svo að ég sá þetta reyndar þetta koma,“ segir Kristín Amalía í samtali við Vísi. Kristín Amalía segist strax hafa breytt lykilorðinu sínu eftir að hafa tala við Sigurbjörgu. Hún reyndi allt til þess að tryggja sig en það hafi ekki dugað til. Hakkarinn hafi komist inn og í kjölfarið var síðunni hennar eytt. Allar hafa þær sömu sögu að segja varðandi ferlið að ná síðunni sinni til baka en þegar þetta er skrifað hefur engin þeirra hefur endurheimt aðganginn sinn. Í tilviki Sigurbjargar er nú liðin vika frá því að síðunni hennar var lokað og enn hefur ekkert heyrst frá Instagram þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hennar til að ná í gegn. Allar hafa þær einnig haft samband við þriðja aðila, fyrirtæki sem þær segja sérhæfa sig í því að hjálpa fólki að ná sambandi við einhver hjá Instagram til að ná aðgangi sínum til baka. En hingað til hefur það engan árangur borið. Samfélagsmiðlar Netglæpir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Kristín er á meðal nokkurra íslenskra Instagram-áhrifavalda sem hafa lent í því á síðustu dögum að vera hakkaðir á Instagram. Reikningurinn hverfur bara og engin svör fást um það hvers vegna. Birgitta Líf Björnsdóttir áhrifavaldur var að lenda í því sama fyrir fjórum klukkustundum. „Þetta er svolítið óþægilegt. En ég er alltaf jákvæð og ég er bara að reyna að leysa þetta,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Birgitta hefur ekki verið í samskiptum við sinn hakkara en ætla má að sá sami sé að verki. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“ Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við aðra íslenska áhrifavöld virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta kemst ekki inn á reikninginn sinn og ekki er annað að sjá á Instagram en að hann sé horfinn. Hún segist ekki óróleg að fá hann aftur strax - en hún verði þó að fá hann aftur fyrr eða síðar. Kristín og Birgitta eru báðar mjög vinsælar á samfélagsmiðlum; Kristín er með 21.000 fylgjendur á Instagram og Birgitta með 25.000. Kristín segir tilfinninguna óþægilega að vita að það sé svo auðvelt að brjótast inn á þessa miðla og vonast hún til þess að málið skýrist fljótlega. Svonefndur King Sanchez er hinn seki, eins og sjá má á þessum reikningi. Hann býðst til að hakka fleiri. View this post on Instagram A post shared by @kingsanchezx Gortar sig af árangrinum Í samtali við Vísi segist Kristín ekki hafa geta skráð sig inn á Instagram-síðu sína frá því í gærmorgun. Þá hafi hún fengið þá meldingu að honum hafi verið lokað vegna öryggisástæðna. Ég veit ekki yfir hvaða upplýsingar hann var búinn að komast en Instagram hefur allavega séð að eitthvað var í gangi og lokað síðunni. Eftir að síðunni var lokað bjó hakkarinn til aðra síðu í Kristínar nafni og fór að senda vinum hennar skilaboð, myndir og myndbönd. Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Péturs segir farir sínar ekki sléttar en óprúttnir tölvuþrjótar brutust inn á Instagram síðu hennar um helgina. „Þessi maður er svo að gorta sig að því að hann sé búinn að ná loka þessum síðum,“ segir Kristín sem vonast til þess að þessi verknaður sé handahófskenndur en ekki einhver persónuleg árás. „Það getur í raun hver sem er lent í þessu og þetta virðist alveg random, en maður veit aldrei.“ Kristín setti sig strax í samband við Instagram til að tilkynna brotið og reyna að fá aðgang að síðunni sinni aftur en svörin berast seint. Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur. Fórnarlömbin fleiri Kristín veit nú þegar til tveggja annarra kvenna sem lentu í því sama í liðinni viku. Þær heita Sigurbjörg Birta Pétursdóttir og Kristín Amalía Arnþórsdóttir og eru góðar vinkonur. Sú sem lenti í þessu fyrst þeirra þriggja er Sigurbjörg Birta. Í samtali við Vísi segir Sigurbjörg Birta að á mánudaginn fyrir viku síðan hafi hún orðið vör við það að einhver hafi loggað sig inn á Instagram síðuna hennar. Hún var með öryggiststillingarnar sínar stilltar þannig að ef innskráning verður úr öðrum tækjum er hennar þá fái hún tilkynningu og upplýsingar frá Instagram sendar í tölvupósti. Þennan dag fékk hún tölvupóst með tilkynningu um innskráningu frá tæki sem var ekki í hennar eigu og var tækið skráð í Kópavogi. Mér brá auðvitað og breytti alveg tvisvar sinnum um lykilorð. Svo þegar ég var á Instagram daginn eftir þá skráist ég allt í einu út og kemst ekki inn aftur. Stuttu seinna hverfur Instagram síða Sigurbjargar Birtu. Fljótlega kemur í ljós ný gervi Instagram síða með nafni Sigurbjargar og sömu prófíl mynd. Hakkarinn byrjaði strax að finna út hverjir vinir hennar væri á Instagram og byrjaði að fylgja þeim og senda skilaboð í hennar nafni. Sjálf komst Sigurbjörg í samband við hakkarann þegar hann sendi kærasta hennar skilaboð í gegnum þessa nýju gervi síðu. Sigurbjörg segir spjallið hafa vakið óhug. „Ég var hrædd – það var eins og hann var að targeta mig. Ég fór að spyrja hann af hverju hann væri að gera þetta og hann svaraði: Just for fun.“ Hakkarinn reyndi ítrekað að fá þau til þess að borga honum pening til þess að ná síðunni til baka. Sigurbjörg segir að það hafi verið mjög óþægilega tilfinningu að eiga samskipti við þennan aðila og hún hafi fljótt áttað sig á því að það myndi ekki bera neinn árangur. Hakkarinn sendi henni svo skilaboð þar sem gaf sterklega til kynna að Kristín Amalía og Kristín Péturs væru næstar í röðinni. Sigurbjörg og Kristín Amalía eru mjög góðar vinkonur en hvorugar þekkja Kristínu Péturs persónulega. „Svo að ég sá þetta reyndar þetta koma,“ segir Kristín Amalía í samtali við Vísi. Kristín Amalía segist strax hafa breytt lykilorðinu sínu eftir að hafa tala við Sigurbjörgu. Hún reyndi allt til þess að tryggja sig en það hafi ekki dugað til. Hakkarinn hafi komist inn og í kjölfarið var síðunni hennar eytt. Allar hafa þær sömu sögu að segja varðandi ferlið að ná síðunni sinni til baka en þegar þetta er skrifað hefur engin þeirra hefur endurheimt aðganginn sinn. Í tilviki Sigurbjargar er nú liðin vika frá því að síðunni hennar var lokað og enn hefur ekkert heyrst frá Instagram þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hennar til að ná í gegn. Allar hafa þær einnig haft samband við þriðja aðila, fyrirtæki sem þær segja sérhæfa sig í því að hjálpa fólki að ná sambandi við einhver hjá Instagram til að ná aðgangi sínum til baka. En hingað til hefur það engan árangur borið.
Samfélagsmiðlar Netglæpir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira