Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Kolbeinn Tumi Daðason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 12. júlí 2021 12:32 Kona leitar aðstoðar eftir að hafa slasast á götum Lundúna í gær. Getty/Martin Pope Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. Reyndur blaðamaður telur vankanta á Wembley í gær hafa minnkað möguleikana verulega á að heimsmeistarakeppnin í fótbolta 2030 fari fram á Englandi. Skemmdarverk unnin á veggmynd af Rashford Þeir Bukayo Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho skoruðu ekki úr spyrnum sínum í vítaspyrnukeppninni þegar Englendingar töpuðu gegn Ítölum í gærkvöldi. Leikmennirnir þrír eru allir svartir og ítalska landsliðið var varla byrjað að fagna sigrinum þegar rasísk skilaboð voru farin að hrannast upp á samfélagsmiðlareikningum Englendinganna þriggja. Spellvirki voru sömuleiðis unnin á veggmynd af Rashford í Manchester-borg. Veggmynd sem reist var til heiðurs Rashford sem hefur farið mikinn í umræðu um matarskort hjá börnum á Englandi. Skiptingin undir lok framlengingar. Rashford og Sancho koma inn á, í þeim tilgangi að taka vítaspyrnu í yfirvofandi vítaspyrnukeppni.EPA/Andy Rain Vilhjálmur og Katrín, hertoginn og hertogaynjan af Cambridge, fordæmdu hatursorðræðuna líkt og fjölmargir aðrir í morgun. Þau voru á meðal gesta á leiknum í gær. Í yfirlýsingu á Twitter sögðu þau slíka hegðun óboðlega í bresku samfélagi. I am sickened by the racist abuse aimed at England players after last night’s match. It is totally unacceptable that players have to endure this abhorrent behaviour. It must stop now and all those involved should be held accountable. W— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) July 12, 2021 Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins tók í sama streng og Boris Johnson forsætisráðherra sagði enska liðið eiga skilið mikið hrós, ekki grófa kynþáttafordóma. The entire England team have brought us together and given us memories that will last a life time.They represent the best of us.Anyone racially abusing them is a disgrace and doesn’t represent us at all. More can and must be done to stop online abuse.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 12, 2021 Gary Neville, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins, tók undir gagnrýnina en sagði Johnson sjálfan ábyrgan að hluta. "It starts at the very top."Former footballer @GNev2 says has called on Boris Johnson to take a tougher stance on racism in football after some England players received abuse online following last night's clash with Italy.#Euro2020: https://t.co/KUBv2VLGWI pic.twitter.com/VoJPtslaaP— Sky News (@SkyNews) July 12, 2021 Johnson hafi sagt Englendingum að það væri í lagi að baula á leikmenn sem reyndu að mótmæla rasisma. Það hafi sett slæmt fordæmi og því hafi fregnir af rasískum skilaboðum ekki komið á óvart. Vísar Neville þarna til þess þegar Johnson neitaði að fordæma það í júní þegar enskir vallargestir bauluðu á leikmenn sem krupu í upphafi leiks til þess að mótmæla kynþáttafordómum. Stuðningsmaður enska landsliðsins handtekinn á götum Lundúna í gær.Getty/Martin Pope Við þetta má bæta að Henry Winter, blaðamaður The Times, telur að getuleysi Englendinga til að hafa hemil á fótboltabullum í nágrenni Wembley í gær muni koma niður á möguleikum Englands að halda HM í knattspyrnu árið 2030. Fjöldi miðalausra stuðningsmanna Englands kom sér inn á úrslitaleikinn og dæmi um að fólk hafi komið að bullum í sætum sínum og enginn þorað að gera neitt í því. Thugs obviously and rightly condemned but Wembley security has to be better. A fan invaded the pitch. The scenes, and the abuse of Italians and their anthem, is shaming and also a disaster for @FA 2030 World Cup bid. England may have gone out of two tournaments on one night. 4/4— Henry Winter (@henrywinter) July 12, 2021 „Hegðun fótboltabullanna hefur augljóslega og réttilega verið fordæmd en öryggisgæslan á Wembley verður að vera betri,“ segir Winter og nefnir til viðbótar að stuðningsmaður hafi komist inn á völlinn. Sömuleiðis að baulað hafi verið á meðan þjóðsöng Ítala stóð. Þessir vankantar minnki líkurnar á HM á Englandi 2030 verulega. Að neðan má sjá myndband frá Wembley í gær. Shameful pic.twitter.com/M5PU0XtXkE— mollieandarchie (@mollieandarchie) July 12, 2021 Lundúnalögreglan segist hafa handtekið 49 í tengslum við leikinn í gær. Nítján lögreglumenn hafi slasast í átökum við stuðningsmenn. Lundúnalögreglan þakkar öllum þeim fjölda stuðningsmanna sem hegðuðu sér vel. Our policing operation for the #Euro2020 final is drawing to a close. Thank you to the tens of thousands of fans who had good spirits and behaved responsibly.We made 49 arrests during the day for a variety of offences. We will have officers on hand throughout the night.— Metropolitan Police Events (@MetPoliceEvents) July 12, 2021 EM 2020 í fótbolta England Fótbolti Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Reyndur blaðamaður telur vankanta á Wembley í gær hafa minnkað möguleikana verulega á að heimsmeistarakeppnin í fótbolta 2030 fari fram á Englandi. Skemmdarverk unnin á veggmynd af Rashford Þeir Bukayo Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho skoruðu ekki úr spyrnum sínum í vítaspyrnukeppninni þegar Englendingar töpuðu gegn Ítölum í gærkvöldi. Leikmennirnir þrír eru allir svartir og ítalska landsliðið var varla byrjað að fagna sigrinum þegar rasísk skilaboð voru farin að hrannast upp á samfélagsmiðlareikningum Englendinganna þriggja. Spellvirki voru sömuleiðis unnin á veggmynd af Rashford í Manchester-borg. Veggmynd sem reist var til heiðurs Rashford sem hefur farið mikinn í umræðu um matarskort hjá börnum á Englandi. Skiptingin undir lok framlengingar. Rashford og Sancho koma inn á, í þeim tilgangi að taka vítaspyrnu í yfirvofandi vítaspyrnukeppni.EPA/Andy Rain Vilhjálmur og Katrín, hertoginn og hertogaynjan af Cambridge, fordæmdu hatursorðræðuna líkt og fjölmargir aðrir í morgun. Þau voru á meðal gesta á leiknum í gær. Í yfirlýsingu á Twitter sögðu þau slíka hegðun óboðlega í bresku samfélagi. I am sickened by the racist abuse aimed at England players after last night’s match. It is totally unacceptable that players have to endure this abhorrent behaviour. It must stop now and all those involved should be held accountable. W— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) July 12, 2021 Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins tók í sama streng og Boris Johnson forsætisráðherra sagði enska liðið eiga skilið mikið hrós, ekki grófa kynþáttafordóma. The entire England team have brought us together and given us memories that will last a life time.They represent the best of us.Anyone racially abusing them is a disgrace and doesn’t represent us at all. More can and must be done to stop online abuse.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 12, 2021 Gary Neville, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins, tók undir gagnrýnina en sagði Johnson sjálfan ábyrgan að hluta. "It starts at the very top."Former footballer @GNev2 says has called on Boris Johnson to take a tougher stance on racism in football after some England players received abuse online following last night's clash with Italy.#Euro2020: https://t.co/KUBv2VLGWI pic.twitter.com/VoJPtslaaP— Sky News (@SkyNews) July 12, 2021 Johnson hafi sagt Englendingum að það væri í lagi að baula á leikmenn sem reyndu að mótmæla rasisma. Það hafi sett slæmt fordæmi og því hafi fregnir af rasískum skilaboðum ekki komið á óvart. Vísar Neville þarna til þess þegar Johnson neitaði að fordæma það í júní þegar enskir vallargestir bauluðu á leikmenn sem krupu í upphafi leiks til þess að mótmæla kynþáttafordómum. Stuðningsmaður enska landsliðsins handtekinn á götum Lundúna í gær.Getty/Martin Pope Við þetta má bæta að Henry Winter, blaðamaður The Times, telur að getuleysi Englendinga til að hafa hemil á fótboltabullum í nágrenni Wembley í gær muni koma niður á möguleikum Englands að halda HM í knattspyrnu árið 2030. Fjöldi miðalausra stuðningsmanna Englands kom sér inn á úrslitaleikinn og dæmi um að fólk hafi komið að bullum í sætum sínum og enginn þorað að gera neitt í því. Thugs obviously and rightly condemned but Wembley security has to be better. A fan invaded the pitch. The scenes, and the abuse of Italians and their anthem, is shaming and also a disaster for @FA 2030 World Cup bid. England may have gone out of two tournaments on one night. 4/4— Henry Winter (@henrywinter) July 12, 2021 „Hegðun fótboltabullanna hefur augljóslega og réttilega verið fordæmd en öryggisgæslan á Wembley verður að vera betri,“ segir Winter og nefnir til viðbótar að stuðningsmaður hafi komist inn á völlinn. Sömuleiðis að baulað hafi verið á meðan þjóðsöng Ítala stóð. Þessir vankantar minnki líkurnar á HM á Englandi 2030 verulega. Að neðan má sjá myndband frá Wembley í gær. Shameful pic.twitter.com/M5PU0XtXkE— mollieandarchie (@mollieandarchie) July 12, 2021 Lundúnalögreglan segist hafa handtekið 49 í tengslum við leikinn í gær. Nítján lögreglumenn hafi slasast í átökum við stuðningsmenn. Lundúnalögreglan þakkar öllum þeim fjölda stuðningsmanna sem hegðuðu sér vel. Our policing operation for the #Euro2020 final is drawing to a close. Thank you to the tens of thousands of fans who had good spirits and behaved responsibly.We made 49 arrests during the day for a variety of offences. We will have officers on hand throughout the night.— Metropolitan Police Events (@MetPoliceEvents) July 12, 2021
EM 2020 í fótbolta England Fótbolti Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira