Fékk nóg af typpafýlunni þegar hún var tekin af sviði rétt fyrir úrslitakeppni Snorri Másson skrifar 16. júlí 2021 06:04 Ilmur María útskrifaðist úr Verzló í vor. Hana hafði alltaf dreymt um að vinna Morfís, en þegar úrslitakeppnin rann upp var henni skipt út af sviðinu fyrir strák. Þá skiptingu lét hún ekki óátalda. Instagram Morfíslið fullskipað Verzlóstrákum að mæla staðfastlega gegn því í ræðukeppni að spilling þrífist á Íslandi. Þetta er pæling sem gengur alls ekki upp að mati Ilmar Maríu Arnarsdóttur, sem var svipt æskudraumnum í júní þegar henni var skipt út af sviðinu rétt fyrir úrslit Morfís. Ilmur er ekki sátt, svo vægt sé til orða tekið. Tveimur dögum áður en Verzló lagði Flensborg í spennuþrunginni úrslitakeppninni fékk hún símtal frá þjálfara sínum um miðja nótt þar sem henni var tilkynnt að hún yrði ekki upp á sviði í keppninni; að annar liðsmaður, strákur, yrði frummælandi í stað hennar. Lokaútkoman: Fjórir strákar í keppnisliðinu með fjóra þjálfara sem voru allt strákar og dómararnir fimm strákar. Eða eins og Ilmur lýsir þessu: „Typpafýla sem er svo þykk að maður getur þreifað á henni.“ „Full blown human centipede“ Þannig komst Ilmur að orði þegar hún þrumaði yfir liðsfélögum sínum eftir að ákvörðunin var tekin. Hún var fengin til að keppa við þá í pressukeppni áður en lokakeppnin fór fram og hún nýtti tækifærið til að segja þeim til syndanna. Ilmur tjáði þeim að þeir væru að gerast sekir um sömu spillingu og þeir væru að halda fram að væri ekki fyrir hendi og hvatti þá raunar til að ganga lengra og innsigla samtrygginguna með formlegum hætti. Eða með hennar orðum: „Það er ekki skrýtið að þið finnið ekki fyrir allri spillingunni sem hrjáir okkur hin dagsdaglega því þið eruð of uppteknir að því að sleikja rassgatið á hver öðrum til að finna fyrir einhvers konar viðurkenningu. Mér væri réttast að koma þangað yfir, sauma ykkur saman, klára jobbið og búa til „full blown human centipede“-keðju úr ykkur.“ Öllu gríni sleppt segir Ilmur alla atburðarásina til marks um að karlaveldið innan Verslunarskólans sé langt frá því að vera liðið undir lok, þrátt fyrir að ímyndin hafi batnað. Ilmur á ræðukeppni. Morfísliðið hafði á sex liðsmönnum að skipa, fjórum strákum og tveimur stelpum. Þeim var róterað inn á svið eftir keppnum, en í úrslitunum fór það þannig að fjórir strákar fóru upp á svið.Aðsend mynd Hefði ekki dottið í hug að skipta út strák af sömu sök Ilmur var búin að læra ræðuna sína blaðlaust í aðdraganda keppninnar og var til í tuskið, þegar vesen kom upp í hennar persónulega lífi sem leiddi til þess að hún komst ekki á æfingu part úr degi. Þá forfallaðist hún á æfingakeppni vegna sama máls tveimur dögum fyrir keppni, en segir að það hafi ekki átt að koma að sök. „Ég var búin að fá grænt ljós frá þjálfaranum um að fara en svo hringir hann í mig klukkan fjögur um nótt og segist vera búinn að skipta mér út. Hann sagði að ég væri búin að vera ólík sjálfri mér og að hann héldi að þetta væri best fyrir liðið,“ segir Ilmur. Persónuleg mál Ilmar áttu þá samkvæmt þjálfaranum að hafa haft áhrif á getu hennar í keppninni. En sá sem kom í staðinn hafði þó að hennar sögn æft ræðuna skemur og fengi minni fyrirvara. Ilmur segir að af öllu þessu að dæma sé ljóst að hreinar væntingar um frammistöðu í keppninni hafi ekki ráðið för við ákvörðunina. „Ef einhver af strákunum hefði verið að díla við það nákvæmlega sama og ég hefði þeim ekki dottið í hug að skipta honum út. Þeir héldu því staðfastlega fram að þeir hefðu gert það sama, en mér finnst bara krúttlegt að þeir trúi því.“ Fokking yfirgnæfandi, alltaf Ilmur segist hafa rekið sig á það frá upphafi skólagöngu sinnar í Verzló að það er ekki tekið út með sældinni að komast á jafningjagrundvöll við strákana. „Þú gætir spurt hvaða stelpu sem er sem hefur verið í félagslífinu og hún mun segja þér það sama, að þetta er fokking yfirgnæfandi alltaf. Ég man bara þegar ég ætlaði að komast í stjórnarnefnd í fyrsta skipti á þriðja ári og var í samkeppni við aðrar stelpur í kosningum, að ég ákvað bara að ég þyrfti bara að vera með dólg. Ég þyrfti bara að taka sama big dick energy og þeir nema bara fimm sinnum meira. Og síðan var það alltaf bara grínið, að ég væri með stærsta typpið í nefndinni,“ segir Ilmur. Ilmur hefur verið virk í félagslífinu í Verzló en segir ekki hlaupið að því að ná þar framgangi sem kona.Aðsend mynd Það sé þreytandi að konur þurfi alltaf að laga sig að hegðunarmynstri karla til þess að geta leikið sama leik. „Við þurfum að láta okkur hafa svo mikið af shitti og leyfa körlum að vaða yfir okkur til að geta tekið þátt, og jafnvel sleikja þá upp. Þannig að þegar þeir voru að reyna að segja að það væri ekki rótgróin spilling á Íslandi, heldur væru þetta bara einstaklingar, þá var ég bara: Hvernig getið þið sagt mér að spillingin sem við konum þurfum að berjast við á hverjum degi sé ekki rótgróin?“ Ilmur segist vera búin að jafna sig á brottrekstrinum og kveðst ekki hafa leyft strákunum að taka af sér sigurinn. Hún fagnaði honum þegar hann var í höfn. Sigurinn hefði þó ekki getað verið naumari, Verzló vann með einu stigi á dómaraatkvæði, og Ilmur telur einsýnt að það sem hafi orðið strákunum til sigurs hafi verið sú staðreynd að það voru bara strákar sem voru að dæma. Keppnin vakti athygli á dögunum fyrir þá staðreynd að rangur sigurvegari var tilkynntur, með tilheyrandi dramatík. Snerist ekki um kyn Þjálfarar liðsins voru Guðni Þór Ólafsson og Styr Orrason. Styr segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi ekki tengst kyni keppenda. „Það er auðvitað leiðinlegt að málið hafi farið út í það að snúast að einhverju leyti um kyn. Við vorum með sex einstaklinga í liðinu en fjórir eru uppi á sviði hverju sinni og við róteruðum í hverri einustu keppni. Það stóð til að Ilmur yrði uppi á sviði í lokakeppninni, hún hafði keppt í undanúrslitum og staðið sig mjög vel. Síðan kom upp mál alveg ótengt Morfís sem bitnaði á undirbúningnum fyrir keppnina. Þar af leiðandi mátum við þjálfararnir það þannig að best væri að gera breytingar á liðinu sem yrði uppi á sviði í það skiptið,“ segir Styr. Af fjórum körlum í sex manna liði fóru fjórir karlar upp á svið. Konurnar tvær, Ilmur og hin, fóru ekki. Styr segir að þjálfararnir hafi verið meðvitaðir um að ásýnd liðsins með fjóra karlmenn uppi á sviði gæti sætt gagnrýni. „En auðvitað þarf maður bara að hugsa um hverja keppni, þótt þetta hafi verið leiðinleg staða fyrir Ilmi og þann sem tók við af henni. Þetta var ekki upprunalega planið en ákvörðunin snerist bara um það hvernig liðinu myndi ganga sem best í þessari keppni. Sá sem kom inn og keppti uppi á sviði stóð sig mjög vel og við vorum öll mjög ánægð með að hafa unnið þessi úrslit, bæði þjálfarar og liðsmenn, úti í sal og uppi á sviði. Fyrir hverja einustu keppni þá völdum við þjálfarateymið það lið upp á svið sem við töldum henta best. Þessi ákvörðun hefði að sjálfsögðu alltaf verið tekin í þessum aðstæðum, sama um hvaða liðsmann hefði verið að ræða. En við skildum auðvitað ósættið yfir því að keppa ekki uppi á sviði í úrslitum eins og til stóð,“ segir Styr. Fréttin hefur verið uppfærð. Jafnréttismál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Tilkynnti rangan sigurvegara í Morfís: „Mér líður ömurlega“ Bæði keppnislið á úrslitakvöldi MORFÍS í gær komust í sigurvímu og bæði upplifðu hræðilega vonbrigðatilfinningu þess sem tapar í úrslitakeppni. Sigurgleði Flensborgarskólans entist þó skemur en Verslunarskólans því oddadómari keppninnar tilkynnti þar ranglega að Flensborg hefði unnið áður en hann leiðrétti sig nokkru síðar. 17. júní 2021 13:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ilmur er ekki sátt, svo vægt sé til orða tekið. Tveimur dögum áður en Verzló lagði Flensborg í spennuþrunginni úrslitakeppninni fékk hún símtal frá þjálfara sínum um miðja nótt þar sem henni var tilkynnt að hún yrði ekki upp á sviði í keppninni; að annar liðsmaður, strákur, yrði frummælandi í stað hennar. Lokaútkoman: Fjórir strákar í keppnisliðinu með fjóra þjálfara sem voru allt strákar og dómararnir fimm strákar. Eða eins og Ilmur lýsir þessu: „Typpafýla sem er svo þykk að maður getur þreifað á henni.“ „Full blown human centipede“ Þannig komst Ilmur að orði þegar hún þrumaði yfir liðsfélögum sínum eftir að ákvörðunin var tekin. Hún var fengin til að keppa við þá í pressukeppni áður en lokakeppnin fór fram og hún nýtti tækifærið til að segja þeim til syndanna. Ilmur tjáði þeim að þeir væru að gerast sekir um sömu spillingu og þeir væru að halda fram að væri ekki fyrir hendi og hvatti þá raunar til að ganga lengra og innsigla samtrygginguna með formlegum hætti. Eða með hennar orðum: „Það er ekki skrýtið að þið finnið ekki fyrir allri spillingunni sem hrjáir okkur hin dagsdaglega því þið eruð of uppteknir að því að sleikja rassgatið á hver öðrum til að finna fyrir einhvers konar viðurkenningu. Mér væri réttast að koma þangað yfir, sauma ykkur saman, klára jobbið og búa til „full blown human centipede“-keðju úr ykkur.“ Öllu gríni sleppt segir Ilmur alla atburðarásina til marks um að karlaveldið innan Verslunarskólans sé langt frá því að vera liðið undir lok, þrátt fyrir að ímyndin hafi batnað. Ilmur á ræðukeppni. Morfísliðið hafði á sex liðsmönnum að skipa, fjórum strákum og tveimur stelpum. Þeim var róterað inn á svið eftir keppnum, en í úrslitunum fór það þannig að fjórir strákar fóru upp á svið.Aðsend mynd Hefði ekki dottið í hug að skipta út strák af sömu sök Ilmur var búin að læra ræðuna sína blaðlaust í aðdraganda keppninnar og var til í tuskið, þegar vesen kom upp í hennar persónulega lífi sem leiddi til þess að hún komst ekki á æfingu part úr degi. Þá forfallaðist hún á æfingakeppni vegna sama máls tveimur dögum fyrir keppni, en segir að það hafi ekki átt að koma að sök. „Ég var búin að fá grænt ljós frá þjálfaranum um að fara en svo hringir hann í mig klukkan fjögur um nótt og segist vera búinn að skipta mér út. Hann sagði að ég væri búin að vera ólík sjálfri mér og að hann héldi að þetta væri best fyrir liðið,“ segir Ilmur. Persónuleg mál Ilmar áttu þá samkvæmt þjálfaranum að hafa haft áhrif á getu hennar í keppninni. En sá sem kom í staðinn hafði þó að hennar sögn æft ræðuna skemur og fengi minni fyrirvara. Ilmur segir að af öllu þessu að dæma sé ljóst að hreinar væntingar um frammistöðu í keppninni hafi ekki ráðið för við ákvörðunina. „Ef einhver af strákunum hefði verið að díla við það nákvæmlega sama og ég hefði þeim ekki dottið í hug að skipta honum út. Þeir héldu því staðfastlega fram að þeir hefðu gert það sama, en mér finnst bara krúttlegt að þeir trúi því.“ Fokking yfirgnæfandi, alltaf Ilmur segist hafa rekið sig á það frá upphafi skólagöngu sinnar í Verzló að það er ekki tekið út með sældinni að komast á jafningjagrundvöll við strákana. „Þú gætir spurt hvaða stelpu sem er sem hefur verið í félagslífinu og hún mun segja þér það sama, að þetta er fokking yfirgnæfandi alltaf. Ég man bara þegar ég ætlaði að komast í stjórnarnefnd í fyrsta skipti á þriðja ári og var í samkeppni við aðrar stelpur í kosningum, að ég ákvað bara að ég þyrfti bara að vera með dólg. Ég þyrfti bara að taka sama big dick energy og þeir nema bara fimm sinnum meira. Og síðan var það alltaf bara grínið, að ég væri með stærsta typpið í nefndinni,“ segir Ilmur. Ilmur hefur verið virk í félagslífinu í Verzló en segir ekki hlaupið að því að ná þar framgangi sem kona.Aðsend mynd Það sé þreytandi að konur þurfi alltaf að laga sig að hegðunarmynstri karla til þess að geta leikið sama leik. „Við þurfum að láta okkur hafa svo mikið af shitti og leyfa körlum að vaða yfir okkur til að geta tekið þátt, og jafnvel sleikja þá upp. Þannig að þegar þeir voru að reyna að segja að það væri ekki rótgróin spilling á Íslandi, heldur væru þetta bara einstaklingar, þá var ég bara: Hvernig getið þið sagt mér að spillingin sem við konum þurfum að berjast við á hverjum degi sé ekki rótgróin?“ Ilmur segist vera búin að jafna sig á brottrekstrinum og kveðst ekki hafa leyft strákunum að taka af sér sigurinn. Hún fagnaði honum þegar hann var í höfn. Sigurinn hefði þó ekki getað verið naumari, Verzló vann með einu stigi á dómaraatkvæði, og Ilmur telur einsýnt að það sem hafi orðið strákunum til sigurs hafi verið sú staðreynd að það voru bara strákar sem voru að dæma. Keppnin vakti athygli á dögunum fyrir þá staðreynd að rangur sigurvegari var tilkynntur, með tilheyrandi dramatík. Snerist ekki um kyn Þjálfarar liðsins voru Guðni Þór Ólafsson og Styr Orrason. Styr segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi ekki tengst kyni keppenda. „Það er auðvitað leiðinlegt að málið hafi farið út í það að snúast að einhverju leyti um kyn. Við vorum með sex einstaklinga í liðinu en fjórir eru uppi á sviði hverju sinni og við róteruðum í hverri einustu keppni. Það stóð til að Ilmur yrði uppi á sviði í lokakeppninni, hún hafði keppt í undanúrslitum og staðið sig mjög vel. Síðan kom upp mál alveg ótengt Morfís sem bitnaði á undirbúningnum fyrir keppnina. Þar af leiðandi mátum við þjálfararnir það þannig að best væri að gera breytingar á liðinu sem yrði uppi á sviði í það skiptið,“ segir Styr. Af fjórum körlum í sex manna liði fóru fjórir karlar upp á svið. Konurnar tvær, Ilmur og hin, fóru ekki. Styr segir að þjálfararnir hafi verið meðvitaðir um að ásýnd liðsins með fjóra karlmenn uppi á sviði gæti sætt gagnrýni. „En auðvitað þarf maður bara að hugsa um hverja keppni, þótt þetta hafi verið leiðinleg staða fyrir Ilmi og þann sem tók við af henni. Þetta var ekki upprunalega planið en ákvörðunin snerist bara um það hvernig liðinu myndi ganga sem best í þessari keppni. Sá sem kom inn og keppti uppi á sviði stóð sig mjög vel og við vorum öll mjög ánægð með að hafa unnið þessi úrslit, bæði þjálfarar og liðsmenn, úti í sal og uppi á sviði. Fyrir hverja einustu keppni þá völdum við þjálfarateymið það lið upp á svið sem við töldum henta best. Þessi ákvörðun hefði að sjálfsögðu alltaf verið tekin í þessum aðstæðum, sama um hvaða liðsmann hefði verið að ræða. En við skildum auðvitað ósættið yfir því að keppa ekki uppi á sviði í úrslitum eins og til stóð,“ segir Styr. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jafnréttismál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Tilkynnti rangan sigurvegara í Morfís: „Mér líður ömurlega“ Bæði keppnislið á úrslitakvöldi MORFÍS í gær komust í sigurvímu og bæði upplifðu hræðilega vonbrigðatilfinningu þess sem tapar í úrslitakeppni. Sigurgleði Flensborgarskólans entist þó skemur en Verslunarskólans því oddadómari keppninnar tilkynnti þar ranglega að Flensborg hefði unnið áður en hann leiðrétti sig nokkru síðar. 17. júní 2021 13:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tilkynnti rangan sigurvegara í Morfís: „Mér líður ömurlega“ Bæði keppnislið á úrslitakvöldi MORFÍS í gær komust í sigurvímu og bæði upplifðu hræðilega vonbrigðatilfinningu þess sem tapar í úrslitakeppni. Sigurgleði Flensborgarskólans entist þó skemur en Verslunarskólans því oddadómari keppninnar tilkynnti þar ranglega að Flensborg hefði unnið áður en hann leiðrétti sig nokkru síðar. 17. júní 2021 13:27