Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho klúðruðu allir vítaspyrnu í gær og fengu holskeflu af netníðingum yfir sig eftir leikinn í gær.
Margir hafa fordæmt þessa hegðun og Rashford skrifaði sjálfur yfirlýsingu á Twitter síðu sína í kvöld.
Marcus Rashford has apologised for missing a penalty in the Euro 2020 final shootout, but says he "will never apologise for who I am" after receiving online racist abuse.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 12, 2021
„Ég get tekið gagnrýni á frammistöðu mína alla daga. Vítið var ekki nægilega gott, það hefði átt að fara inn, en ég mun aldrei biðjast afsökunar á því hver ég er og hvaðan ég kem,“ skrifaði Rashford.
Þakkaði Rashford liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn og þakkaði einnig fyrir þær fjölmörgu kveðjur sem stuðningsmenn Englands höfðu sent honum.
Manchester maðurinn baðst þó afsökunar á vítaspyrnunni.
„Úrslitaleikur. 55 ár. Eitt víti. Saga. Allt sem ég get sagt er fyrirgefið. Ég hefði verið til í að þetta hefði farið öðruvísi,“ skrifaði Rashford.
Yfirlýsinguna má í heild sinni með því að smella á myndina hér að neðan.
— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 12, 2021
Einnig birtir Rashford hluta af þeim kveðjum sem hann hefur fengið í dag.
— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 12, 2021