Grealish kom inn á sem varamaður í framlengingunni en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem ítalska liðið hafði betur, 3-2.
Eftir leikinn fór Grealish upp í stúku á Wembley og lét ungan stuðningsmann Englands hafa skóna sína. Hann spjallaði einnig við strákinn og stillti sér upp á myndum með honum. Stuðningsmaðurinn ljómaði skiljanlega eins og sól í heiði þótt liðið hans hafi tapað úrslitaleiknum.
Even after a heartbreaking loss, Grealish has still got time for his fans
— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2021
(via @super_ollyt) pic.twitter.com/rltLFAGDLy
Roy Keane gagnrýndi Grealish fyrir að taka ekki víti í vítakeppninni. Grealish svaraði fyrir sig á Twitter og sagðist hafa boðist til að fara á punktinn en hann hafi ekki verið valinn í verkið.
„Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt „Stjórinn [Gareth Southgate] hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“
Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, kom við sögu í fimm af sjö leikjum Englands á EM og lagði upp tvö mörk.
Hinn 25 ára Grealish hefur verið sterklega orðaður við Manchester City undanfarnar vikur en Englandsmeistararnir ku vera reiðubúnir að borga metverð fyrir hann.