Veruleikinn í skóla án aðgreiningar Bjarney Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2021 08:00 Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar