Þar segir að síðdegis muni hvessa talsvert sunnanlands og reikna megi með snörpum vindhviðum í Mýrdal og Öræfum í kvöld. Slíkt geti verið varasamt fyrir ökutæki með aftanívagna. Því tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðausturlandi klukkan sjö í kvöld.
Næstu daga má áfram búast við sunnan- og suðvestanáttum með dálítilli vætu næstu daga, einkum sunnan og vestan til og hlýnandi veðri.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og rigning eða súld með köflum, en víða léttskýjað NA-til. Hiti 10 til 20, hlýjast eystra.
Á föstudag:
Suðvestlæg átt, 5-13 m/s. Rigning eða súld með köflum og skúrir seinni partinn, en víða bjartviðri eystra. Hiti 10 til 20, hlýjast NA-til.
Á laugardag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og víða smá skúrir, en léttskýjað SA-lands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á SA-landi.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Líklega suðvestanátt með þokusúld á V-verðu landinu, en annars bjart og mjög hlýtt veður.