Ákæra Írana fyrir að ætla að ræna konu frá New York Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 14:48 Masih Alinejad hefur lengi verið gagnrýnin í garð klerkastjórnar Írans. Getty/Larry Busacca Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra Írana fyrir að hafa ætlað að ræna bandarískri blaðakonu og aðgerðasinna. Konan, sem heitir Masih Alinejad, hefur verið gagnrýnin á klerkastjórn Írans en mennirnir fjórir eru taldir vera útsendarar hennar. Á undanförnum árum hafa útsendarar frá Íran platað nokkra erlenda aðgerðasinna til að leggja land undir fót og ferðast til staða þar sem þeim hefur verið rænt og þeir fluttir til Írans og fangelsaðir. Í ákærunni kemur ekki fram hvert meint fórnarlamb mannanna er en það hefur þó verið staðfest af fjölmiðlum ytra að um Alinejad er að ræða. Hún hefur meðal annars starfað fyrir persenska stöð Voice of America og fjallað um mannréttindabrot í Íran. Alinejad sjálf sagði frá þessum vendingum á Twitter í gærkvöldi. I am grateful to FBI for foiling the Islamic Republic of Iran's Intelligence Ministry's plot to kidnap me. This plot was orchestrated under Rouhani. This is the regime that kidnapped & executed Ruhollah Zam. They've also kidnapped and jailed Jamshid Sharmahd and many others pic.twitter.com/HUefdEbiil— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) July 14, 2021 William F. Sweeney, einn yfirmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sagði í yfirlýsingu sem birt var í gær að ógnin væri raunveruleg. „Þetta er ekki einhver langsóttur kvikmyndasöguþráður. Við teljum að hópur, studdur af ríkisstjórn Írans, hafi lagt á ráðin um að ræna bandarískum blaðamanni, í Bandaríkjunum, og flytja hana til Írans,“ sagði Sweeney samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja einnig að útsendarar Írans hafi reynt að múta fjölskyldumeðlimum Alinejad sem búa í Íran til að fá þá til að plata hana að ferðast til annars lands. Lands þar sem auðveldara væri að ræna henni. Ráðamenn í Íran segja þessar ásakanir rangar. Hér má sjá viðtal CNN við Alinejad sem birt var í dag þar sem hún ræðir málið og segir frá því að útsendarar Írans hafi ráðið einkaspæjara til að fylgjast með henni og fjölskyldu hennar í New York, þar sem hún býr. Þeir eru sagðir hafa fylgt henni eftir og myndað hana. Watch this interview. @AlinejadMasih tells CNN I m a little bit disappointed in the Biden administration. Your daily reminder that #Iran isn t just a nuclear file. pic.twitter.com/L1qoInEJ86— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) July 14, 2021 Allir mennirnir fjórir sem voru ákærðir búa í Íran. Verulega ólíklegt þykir að mennirnir endi nokkurn tímann í dómsal í Bandaríkjunum. Einn maður til viðbótar, sem sagður er hafa stutt mennina fjóra, hefur þó verið handtekinn í Kaliforníu. Bandaríkin og Íran hafa lengi deilt um eldflauga- og kjarnorkuáætlanir Írans og hefur ýmis konar viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verið beitt gegn Íran. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu árið 2015 samkomulag við Íran um að létt yrði á refsiaðgerðum í skiptum fyrir það að eftirlitsaðilar fengju að fylgjast með kjarnorkuáætlun ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því samkomulagi en meðlimir ríkisstjórnar Bidens hafa gefið í skyn að mögulegt sé að endurvekja samkomulagið. Viðræður þar að lútandi hafa þau engum árangri skilað. AFP fréttaveitan sagði frá því í dag að ríkisstjórn Joes Biden hefði gefið yfirvöldum í Íran leyfi til að nota sjóði sem hafa verið frystir til að greiða skuldir ríkisins í Suður-Kóreu og Japan. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði samkomulagið ekki fela í sér að sjóðirnir yrðu fluttir til Írans. Heldur yrðu þeir eingöngu notaðir til að greiða Suður-Kóreu og Japan. Íran Bandaríkin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Á undanförnum árum hafa útsendarar frá Íran platað nokkra erlenda aðgerðasinna til að leggja land undir fót og ferðast til staða þar sem þeim hefur verið rænt og þeir fluttir til Írans og fangelsaðir. Í ákærunni kemur ekki fram hvert meint fórnarlamb mannanna er en það hefur þó verið staðfest af fjölmiðlum ytra að um Alinejad er að ræða. Hún hefur meðal annars starfað fyrir persenska stöð Voice of America og fjallað um mannréttindabrot í Íran. Alinejad sjálf sagði frá þessum vendingum á Twitter í gærkvöldi. I am grateful to FBI for foiling the Islamic Republic of Iran's Intelligence Ministry's plot to kidnap me. This plot was orchestrated under Rouhani. This is the regime that kidnapped & executed Ruhollah Zam. They've also kidnapped and jailed Jamshid Sharmahd and many others pic.twitter.com/HUefdEbiil— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) July 14, 2021 William F. Sweeney, einn yfirmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sagði í yfirlýsingu sem birt var í gær að ógnin væri raunveruleg. „Þetta er ekki einhver langsóttur kvikmyndasöguþráður. Við teljum að hópur, studdur af ríkisstjórn Írans, hafi lagt á ráðin um að ræna bandarískum blaðamanni, í Bandaríkjunum, og flytja hana til Írans,“ sagði Sweeney samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja einnig að útsendarar Írans hafi reynt að múta fjölskyldumeðlimum Alinejad sem búa í Íran til að fá þá til að plata hana að ferðast til annars lands. Lands þar sem auðveldara væri að ræna henni. Ráðamenn í Íran segja þessar ásakanir rangar. Hér má sjá viðtal CNN við Alinejad sem birt var í dag þar sem hún ræðir málið og segir frá því að útsendarar Írans hafi ráðið einkaspæjara til að fylgjast með henni og fjölskyldu hennar í New York, þar sem hún býr. Þeir eru sagðir hafa fylgt henni eftir og myndað hana. Watch this interview. @AlinejadMasih tells CNN I m a little bit disappointed in the Biden administration. Your daily reminder that #Iran isn t just a nuclear file. pic.twitter.com/L1qoInEJ86— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) July 14, 2021 Allir mennirnir fjórir sem voru ákærðir búa í Íran. Verulega ólíklegt þykir að mennirnir endi nokkurn tímann í dómsal í Bandaríkjunum. Einn maður til viðbótar, sem sagður er hafa stutt mennina fjóra, hefur þó verið handtekinn í Kaliforníu. Bandaríkin og Íran hafa lengi deilt um eldflauga- og kjarnorkuáætlanir Írans og hefur ýmis konar viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verið beitt gegn Íran. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu árið 2015 samkomulag við Íran um að létt yrði á refsiaðgerðum í skiptum fyrir það að eftirlitsaðilar fengju að fylgjast með kjarnorkuáætlun ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því samkomulagi en meðlimir ríkisstjórnar Bidens hafa gefið í skyn að mögulegt sé að endurvekja samkomulagið. Viðræður þar að lútandi hafa þau engum árangri skilað. AFP fréttaveitan sagði frá því í dag að ríkisstjórn Joes Biden hefði gefið yfirvöldum í Íran leyfi til að nota sjóði sem hafa verið frystir til að greiða skuldir ríkisins í Suður-Kóreu og Japan. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði samkomulagið ekki fela í sér að sjóðirnir yrðu fluttir til Írans. Heldur yrðu þeir eingöngu notaðir til að greiða Suður-Kóreu og Japan.
Íran Bandaríkin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira