Ökumenn bifreiða kunna að vera ábyrgir fyrir tjóni af völdum rafskúta Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júlí 2021 18:51 Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, ræddi um tryggingar og rafskútur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Ökumenn bifreiða geta þurft að bera ábyrgð á tjóni sem þeir verða fyrir af völdum rafskúta. Þetta kann þó að vera mörgum óskiljanlegt, þar sem rafskútur eru ekki leyfðar á götum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Dæmi er um slys sem varð út frá því að ökumaður kyrrstæðrar bifreiðar opnaði dyr á einstakling sem kom á fullri ferð á rafskútu. Þegar farið var með málið í tryggingarnar var niðurstaðan sú að ökumaður bifreiðarinnar reyndist ábyrgur fyrir slysinu, þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið kyrrstæð. Sigrún segir þessi slys metin út frá aðstæðum að hverju sinni. Hún segir þó að þrátt fyrir að rafskútur séu ekki leyfðar á götum, vegi skylda ökumanns til að kanna aðstæður áður en bílhurð er opnuð gjarnan þyngra í svona tilfellum. „Í raun og veru eru ökutæki miklu hættulegri farartæki heldur en þessir minni fararskjótar og því ábyrgðin í raun ríkari hjá ökumönnum en hjólreiðamönnum,“ segir Sigrún. „Það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu“ Í umferðarreglunum falla rafskútur enn undir sama flokk og reiðhjól. „Þó svo að umferðarlögin hafi verið yfirfarin árið 2019, þá var fjöldinn af rafskútum þá ekkert orðinn eins og hann er í dag. Þetta er að gerast svo hratt að það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu.“ Leigubílstjórar hafa lýst yfir óánægju með þennan nýja fararmáta. Þeir segja færri nýta sé þjónustu leigubíla nú og stuttar ferðir heyri sögunni til. Þá segja þeir einnig mikið tjón vera á ökutækjum af völdum rafskúta, sökum þess að notendur eru oftar en ekki undir áhrifum áfengis, sérstaklega um helgar. Upp hefur komið sú hugmynd að banna rafskútur á ákveðnum tímum. Noregur hefur til dæmis nýverið ákveðið að banna rafskútur um helgar frá klukkan ellefu á kvöldin til klukkan fimm á morgnana. „Það er eitthvað sem hægt væri að gera hér. Alveg eins og það er bannað að fara á rafskútum út fyrir ákveðið svæði, þá er hægt að banna notkunina á ákveðnum tíma og eins líka bara hægt að hægja á rafskútunum þegar það eru hættuleg svæði,“ segir Sigrún. Ungur aldur áhyggjuefni Hún segir fæst slys sem hafa orðið á rafskútum vera alvarleg, en hefur þó áhyggjur af ungum aldri þeirra sem aka um á rafskútum. „Síðasta sumar var yngsti einstaklingurinn átta ára sem fór á slysadeild vegna slyss og við erum að sjá miklu fleiri krakka á aldrinum níu til tíu ára sem eru að slasast heldur en fjórtán til fimmtán ára. Þannig það er eitthvað sem maður myndi vilja sjá, að foreldrar væru svolítið að huga að því hvort barnið þeirra sé með þroska til þess að vera á rafhlaupahjóli sem fer á 25 kílómetra hraða.“ Hér má hlusta á viðtalið við Sigrúnu í heild sinni. Samgöngur Reykjavík síðdegis Tryggingar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dæmi er um slys sem varð út frá því að ökumaður kyrrstæðrar bifreiðar opnaði dyr á einstakling sem kom á fullri ferð á rafskútu. Þegar farið var með málið í tryggingarnar var niðurstaðan sú að ökumaður bifreiðarinnar reyndist ábyrgur fyrir slysinu, þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið kyrrstæð. Sigrún segir þessi slys metin út frá aðstæðum að hverju sinni. Hún segir þó að þrátt fyrir að rafskútur séu ekki leyfðar á götum, vegi skylda ökumanns til að kanna aðstæður áður en bílhurð er opnuð gjarnan þyngra í svona tilfellum. „Í raun og veru eru ökutæki miklu hættulegri farartæki heldur en þessir minni fararskjótar og því ábyrgðin í raun ríkari hjá ökumönnum en hjólreiðamönnum,“ segir Sigrún. „Það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu“ Í umferðarreglunum falla rafskútur enn undir sama flokk og reiðhjól. „Þó svo að umferðarlögin hafi verið yfirfarin árið 2019, þá var fjöldinn af rafskútum þá ekkert orðinn eins og hann er í dag. Þetta er að gerast svo hratt að það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu.“ Leigubílstjórar hafa lýst yfir óánægju með þennan nýja fararmáta. Þeir segja færri nýta sé þjónustu leigubíla nú og stuttar ferðir heyri sögunni til. Þá segja þeir einnig mikið tjón vera á ökutækjum af völdum rafskúta, sökum þess að notendur eru oftar en ekki undir áhrifum áfengis, sérstaklega um helgar. Upp hefur komið sú hugmynd að banna rafskútur á ákveðnum tímum. Noregur hefur til dæmis nýverið ákveðið að banna rafskútur um helgar frá klukkan ellefu á kvöldin til klukkan fimm á morgnana. „Það er eitthvað sem hægt væri að gera hér. Alveg eins og það er bannað að fara á rafskútum út fyrir ákveðið svæði, þá er hægt að banna notkunina á ákveðnum tíma og eins líka bara hægt að hægja á rafskútunum þegar það eru hættuleg svæði,“ segir Sigrún. Ungur aldur áhyggjuefni Hún segir fæst slys sem hafa orðið á rafskútum vera alvarleg, en hefur þó áhyggjur af ungum aldri þeirra sem aka um á rafskútum. „Síðasta sumar var yngsti einstaklingurinn átta ára sem fór á slysadeild vegna slyss og við erum að sjá miklu fleiri krakka á aldrinum níu til tíu ára sem eru að slasast heldur en fjórtán til fimmtán ára. Þannig það er eitthvað sem maður myndi vilja sjá, að foreldrar væru svolítið að huga að því hvort barnið þeirra sé með þroska til þess að vera á rafhlaupahjóli sem fer á 25 kílómetra hraða.“ Hér má hlusta á viðtalið við Sigrúnu í heild sinni.
Samgöngur Reykjavík síðdegis Tryggingar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00
Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46