Sérfræðingur að norðan Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2021 07:01 Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun