Tveir menn fundust látnir í lúxusvillu Gianni Versace Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 16:12 Mennirnir fundust á hótelinu Villa Casa Casuarina sem var heimili tískumógúlsins Gianni Versace áður en hann var myrtur. Getty/Stephane Cardinale Tveir karlmenn fundust látnir í gærmorgun í Miami á hótelherbergi í lúxusvillu sem áður var í eigu tískumógúlsins Gianni Versace, sem var myrtur í húsinu fyrir 24 árum síðan. Dauðsföllin eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Miami. Enn hefur ekki verið borið kennsl á mennina tvo og lögregla hefur ekki upplýst um það hvernig dauða þeirra bar að. Lík þeirra fundust í gærmorgun en í dag eru 24 ár síðan Versace var myrtur. Tilkynning um líkfundinn á Villa Casa Casuarina Hotel barst lögreglu í gær klukkan 13:20 að staðartíma í gær. Eins og áður segir er hótelið í húsinu sem áður var heimili mógúlsins. Ræstitæknar hótelsins komu að líkunum inni á herberginu. People greinir frá þessu. Versace keypti húsið árið 1992 og fór í framkvæmdir á því sem kostuðu meira en 33 milljónir Bandaríkjadala, eða um 4 milljarða íslenskra króna. Fjölskylda hans seldi villuna árið 2000. Morðið á Versace vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hann vel þekktur í tískuheiminum. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt þann 15. júlí 1997 af raðmorðingjanum Andrew Cunanan – en hann hafði þegar myrt minnst fjóra í morðæði á leið sinni frá Minnesota til Flórída. Cunanan, sem var 27 ára gamall, féll fyrir eigin hendi aðeins nokkrum dögum eftir að hann myrti Versace. Enn þann dag í dag er ekki vitað hvers vegna Cunanan beindi spjótum sínum að Versace. Bandaríkin Tengdar fréttir ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Sagan rakin á tískusýningu Versace 23. september 2017 10:00 Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Enn hefur ekki verið borið kennsl á mennina tvo og lögregla hefur ekki upplýst um það hvernig dauða þeirra bar að. Lík þeirra fundust í gærmorgun en í dag eru 24 ár síðan Versace var myrtur. Tilkynning um líkfundinn á Villa Casa Casuarina Hotel barst lögreglu í gær klukkan 13:20 að staðartíma í gær. Eins og áður segir er hótelið í húsinu sem áður var heimili mógúlsins. Ræstitæknar hótelsins komu að líkunum inni á herberginu. People greinir frá þessu. Versace keypti húsið árið 1992 og fór í framkvæmdir á því sem kostuðu meira en 33 milljónir Bandaríkjadala, eða um 4 milljarða íslenskra króna. Fjölskylda hans seldi villuna árið 2000. Morðið á Versace vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hann vel þekktur í tískuheiminum. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt þann 15. júlí 1997 af raðmorðingjanum Andrew Cunanan – en hann hafði þegar myrt minnst fjóra í morðæði á leið sinni frá Minnesota til Flórída. Cunanan, sem var 27 ára gamall, féll fyrir eigin hendi aðeins nokkrum dögum eftir að hann myrti Versace. Enn þann dag í dag er ekki vitað hvers vegna Cunanan beindi spjótum sínum að Versace.
Bandaríkin Tengdar fréttir ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Sagan rakin á tískusýningu Versace 23. september 2017 10:00 Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein