Yfirsjón Morgunblaðsins Björn Leví Gunnarsson skrifar 16. júlí 2021 11:30 Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag skrifar Andrés Magnússon um ákaflega erfiða stjórnarmyndun og segir þar meðal annars: „Á hinn bóginn væri svo auðvitað hægt að reyna að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins, en hún þyrfti þá að vera fimm flokka hið minnsta, en þar yrðu Píratar á meðal, sem óvíst er að myndu þola stjórnarsamstarf vel. Eða aðrir flokkar samstarfið við þá.“ Í fyrsta lagi er það rangt, eins og ritstjóri Kjarnans bendir á - fjögurra flokka stjórn út frá þessari skoðanakönnun er möguleg án Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi að þá er það fullyrðingin um að Píratar myndu ekki þola stjórnarsamstarf vel eða aðrir flokkar samstarf við Pírata. Í fyrsta lagi er auðvitað auðvelt að benda á samstarfið í borginni sem gengur bara mjög vel. Það eitt og sér ætti að afsanna þessa fullyrðingu. Í öðru lagi er hægt að útskýra þetta sjónarmið með orðum annars ritstjóra Stundarinnar - þar sem það er ágætlega útskýrt hvers vegna sumir aðrir flokkar (það kæmi kannski fólki á óvart hvaða flokkar það eru) þola ekki Pírata. Það sem skiptir máli þar eru auðvitað ástæðurnar fyrir pirringnum og farið er yfir góðan hluta þeirra í grein Stundarinnar. Píratar eru nefnilega með mjög einfalda kröfu um að bæta stjórnmálin og auka lýðræðið - sem tekur völdin frá flokkum sem alla jafna vilja bara ráða öllu eftir eigin geðþótta. Ég tek því undir með Andrési Magnússyni, ekki um að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn - heldur að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn án Pírata. Því eina leiðin til þess að draga stjórnmálin inn í nútímann, með þátttökulýðræði, gagnsæi og stjórnmálum án sérhagsmunatengingar - er að kjósa Pírata. Stór hópur Pírata á Alþingi er lykillinn að því að draga hina flokkana úr klassískri skotgrafarpólitík þar sem góðum málum er fórnað í pólitískum hanaslag. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumir flokkanna hafa engan áhuga á að gera betur. Þeir munu æmta og skræmta á hæl og hnakka. Verði þeim bara að góðu með það bara. Ég vil gera hlutina öðruvísi og ég veit að það er erfitt. Á sama tíma er það líka nauðsynlegt því sömu flokkarnir við stjórnvölinn - aftur og aftur - eru ekki að fara að gera neitt nýtt. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag skrifar Andrés Magnússon um ákaflega erfiða stjórnarmyndun og segir þar meðal annars: „Á hinn bóginn væri svo auðvitað hægt að reyna að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins, en hún þyrfti þá að vera fimm flokka hið minnsta, en þar yrðu Píratar á meðal, sem óvíst er að myndu þola stjórnarsamstarf vel. Eða aðrir flokkar samstarfið við þá.“ Í fyrsta lagi er það rangt, eins og ritstjóri Kjarnans bendir á - fjögurra flokka stjórn út frá þessari skoðanakönnun er möguleg án Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi að þá er það fullyrðingin um að Píratar myndu ekki þola stjórnarsamstarf vel eða aðrir flokkar samstarf við Pírata. Í fyrsta lagi er auðvitað auðvelt að benda á samstarfið í borginni sem gengur bara mjög vel. Það eitt og sér ætti að afsanna þessa fullyrðingu. Í öðru lagi er hægt að útskýra þetta sjónarmið með orðum annars ritstjóra Stundarinnar - þar sem það er ágætlega útskýrt hvers vegna sumir aðrir flokkar (það kæmi kannski fólki á óvart hvaða flokkar það eru) þola ekki Pírata. Það sem skiptir máli þar eru auðvitað ástæðurnar fyrir pirringnum og farið er yfir góðan hluta þeirra í grein Stundarinnar. Píratar eru nefnilega með mjög einfalda kröfu um að bæta stjórnmálin og auka lýðræðið - sem tekur völdin frá flokkum sem alla jafna vilja bara ráða öllu eftir eigin geðþótta. Ég tek því undir með Andrési Magnússyni, ekki um að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn - heldur að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn án Pírata. Því eina leiðin til þess að draga stjórnmálin inn í nútímann, með þátttökulýðræði, gagnsæi og stjórnmálum án sérhagsmunatengingar - er að kjósa Pírata. Stór hópur Pírata á Alþingi er lykillinn að því að draga hina flokkana úr klassískri skotgrafarpólitík þar sem góðum málum er fórnað í pólitískum hanaslag. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumir flokkanna hafa engan áhuga á að gera betur. Þeir munu æmta og skræmta á hæl og hnakka. Verði þeim bara að góðu með það bara. Ég vil gera hlutina öðruvísi og ég veit að það er erfitt. Á sama tíma er það líka nauðsynlegt því sömu flokkarnir við stjórnvölinn - aftur og aftur - eru ekki að fara að gera neitt nýtt. Höfundur er þingmaður Pírata.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun