Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - FH 4-0 | Þróttur í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögunni Sverrir Mar Smárason skrifar 16. júlí 2021 19:51 vísir/hulda margrét Þróttur tryggðu sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars kvenna með 4-0 sigri á FH í Laugardal í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í sögu Þróttar í undanúrslitum en bæði lið gátu með sigri komið sér í sinn fyrsta úrslitaleik. FH stúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu að marki Þróttar. Hildur María og Erna Guðrún áttu þá sitthvort skotið en Íris Dögg, markvörður Þróttar, varði frá þeim. Þegar á leið á fyrri hálfleikinn lifnaðir aðeins yfir sóknarleik Þróttar og meðal annars skoraði Ólöf Sigríður mark eftir fimmtán mínútna leik en var þá dæmd rangstæð. Það var síðan á 21.mínútu leiksins sem Þróttarar komust yfir 1-0. Ólöf Sigríður fékk þá boltann vinstra megin í teig FH, lék á varnarmann og lagði boltann svo út á Andreu Rut. Andreu tókst ekki að ná skoti á markið og missti boltann frá sér en þá barst hann til Lindu Líf Boama sem skoraði snyrtilega. Töluvert jafnræði var með liðunum eftir markið og fram að hálfleik. FH fengu þó sitt besta færi í leiknum í lok fyrri hálfleiks þegar skoppandi bolti kom til Rannveigar Bjarnadóttur inni í markteig Þróttar en skot hennar yfir og Þróttur leiddi því 1-0 í hálfleik. Köttarar fagna.vísir/hulda margrét Í upphafi síðari hálfleiks var svipað uppi á teningnum og í þeim fyrri. FH stúlkur komu mun sterkari til leiks, fengu að hafa boltann mikið og sköpuðu hættu en fá ákjósanleg færi. Á 60.mínútu gerði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, tvær skiptingar sem reyndust breyta leiknum. Lea Björt og Dani Rhodes komu þá inná. Dani í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Á 65.mínútu tók lið Þróttar svo alveg yfir leikinn. Þær fengu tvö til þrjú góð færi áður en þær bættu við forystu sína á 69.mínútu. Dani Rhodes slapp þá ein gegn marki FH en skaut í slá, boltinn barst til Lindu Lífar sem skaut í varnarmann áður en boltinn datt fyrir framan Andreu Rut sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Ólöf Sigríður boltann við miðjan völl, snéri og sendi stungusendingu á Dani Rhodes sem rétt náði að pota boltanum undir Katelin í marki FH. Staðan fljót að breytast og orðin 3-0. 3-0 undir breyttu FH um leikkerfi, fækkuðu í vörn og fjölguðu í sókn. Það gerði það að verkum að allt opnaðist að aftan og Þróttarar fengu hvert dauðafærið á eftir öðru. Ólöf Sigríður, sem hafði klúðrað tveimur færum ein gegn markmanni FH, tókst svo loksins að skora og kóróna frábæran leik sinn á 89.mínútu þegar hún slapp í þriðja sinn ein gegn Katelin. Allt er þegar þrennt er og staðan orðin 4-0. Leikurinn fjaraði út eftir það og Þróttarstúlkur eru komnar í úrslitaleikinn sem spilaður er á Laugardalsvelli þann 1.október næstkomandi. Álfhildur og stöllur fagna sigrinum.vísir/hulda margrét Af hverju vann Þróttur? Ástæðurnar eru nokkrar. Í fyrsta lagi náði sóknarþungi FH aldrei að verða að neinni alvöru hættu, að mörgu leyti vegna góðrar frammistöðu Jelenu Tinnu og Sóleyju Maríu í hjarta varnarinnar hjá Þrótti en svo voru FH stúlkur bara ekki alveg nógu skarpar. Í öðru lagi voru sóknarmenn Þróttar mjög klínískar í leiknum í kvöld, bjuggu til góð færi og nýttu þau þegar á því þurfti að halda. Í þriðja lagi ber að nefna innkomu Dani Rhodes sem gjörsamlega sprengdi upp varnarleik FH með hraða sínum. Hún gaf liði Þróttar þetta extra sem þurfti til þess að klára þennan leik í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Ólöf Sigríður, sóknarmaður Þróttar, stóð upp úr í kvöld. Það var erfitt fyrir varnarmenn FH að eiga við hana allan leikinn. Hún kom að þremur af fjórum mörkum Þróttar, bjó til það fyrsta, lagði upp það þriðja og skoraði það fjórða auk þess að skapa mörg færi fyrir sig og samherja sína. Selma Dögg stóð upp úr hjá FH liðinu. Hún var sífellt að koma sér og öðrum í góðar stöður framarlega á vellinum og ógnaði marki Þróttar nokkrum sinnum. Hvað mátti betur fara? FH stúlkur hefðu mátt nýta yfirhöndina sem þær höfðu á köflum. Þær náðu að skapa sér alltof fá alvöru færi og tókst ekki að láta Írisi Dögg, markvörð Þróttar, hafa nægilega mikið fyrir því að halda hreinu. Hvað gerist næst? Í þessari keppni eru FH úr leik og Þróttur mætir Breiðablik á Laugardalsvelli þann 1.október. Í deildarkeppni spilar FH næst við Gróttu á Vivaldivellinum næstkomandi miðvikudag á meðan Þróttur mætir Val á Hlíðarenda á þriðjudaginn. NIk brosti út að eyrum í leikslok.vísir/hulda margrét Nik Chamberlain: Tilfinningin er ótrúleg Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum kátur eftir sigur síns liðs í kvöld. „Tilfinningin er ótrúleg“ sagði Nik strax eftir leik. Eins og fyrr segir komu FH stúlkur ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og á tímabili stóð Nik ekki á sama. „Ég var stressaður, þær voru að ógna mikið en náðu þó aldrei að skapa sér almennilega færi. Varnarlínan mín stóð sig frábærlega í kvöld.“ sagði Nik. Nik var einnig spurður út í innkomu Dani Rhodes eftir leik. „Hún lenti bara í gærmorgun, hún kom frábærlega inn í dag og mun reynast okkur mjög vel.“ Guðni var stoltur af sínu liði í kvöld.vísir/hulda margrét Guðni Eiríksson: Mörk breyta leikjum Guðni Eiríksson, þjálfari FH liðsins, tók tapinu með miklu jafnaðargeði en var þó svekktur að hafa ekki gert þetta að meira spennandi leik í seinni hálfleik. „Mér finnst 4-0 ekki alveg gefa rétta mynd af þessum leik því mér fannst við hafa yfirhöndina fyrstu 65 mínúturnar. Mörk breyta leikjum og eftir það þurfum við að gera breytingar, fækka í vörn og reyna að sækja á þær“ sagði Guðni. Annað mark Þróttar sem kom á 69.mínútu sló svolítið vindinn úr FH liðinu að mati Guðna. „Sammála, það sló vindinn úr okkur aðeins. Aftur, mörk breyta leikjum.“ FH eru í harðri toppbaráttu við Aftureldingu og KR í Lengjudeildinni og stefnir Guðni á að koma FH liðinu aftur í deild þeirra bestu. „Nú er þessi keppni búin og við getum einbeitt okkur að deildinni þar sem við erum í mikilli baráttu við tvö önnur lið. Einungis tvö þessara liða fara upp í Pepsi-Max deildina og við verðum að sjá til þess að FH verði eitt þeirra“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki. 16. júlí 2021 10:00 Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. 15. júlí 2021 12:00
Þróttur tryggðu sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars kvenna með 4-0 sigri á FH í Laugardal í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í sögu Þróttar í undanúrslitum en bæði lið gátu með sigri komið sér í sinn fyrsta úrslitaleik. FH stúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu að marki Þróttar. Hildur María og Erna Guðrún áttu þá sitthvort skotið en Íris Dögg, markvörður Þróttar, varði frá þeim. Þegar á leið á fyrri hálfleikinn lifnaðir aðeins yfir sóknarleik Þróttar og meðal annars skoraði Ólöf Sigríður mark eftir fimmtán mínútna leik en var þá dæmd rangstæð. Það var síðan á 21.mínútu leiksins sem Þróttarar komust yfir 1-0. Ólöf Sigríður fékk þá boltann vinstra megin í teig FH, lék á varnarmann og lagði boltann svo út á Andreu Rut. Andreu tókst ekki að ná skoti á markið og missti boltann frá sér en þá barst hann til Lindu Líf Boama sem skoraði snyrtilega. Töluvert jafnræði var með liðunum eftir markið og fram að hálfleik. FH fengu þó sitt besta færi í leiknum í lok fyrri hálfleiks þegar skoppandi bolti kom til Rannveigar Bjarnadóttur inni í markteig Þróttar en skot hennar yfir og Þróttur leiddi því 1-0 í hálfleik. Köttarar fagna.vísir/hulda margrét Í upphafi síðari hálfleiks var svipað uppi á teningnum og í þeim fyrri. FH stúlkur komu mun sterkari til leiks, fengu að hafa boltann mikið og sköpuðu hættu en fá ákjósanleg færi. Á 60.mínútu gerði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, tvær skiptingar sem reyndust breyta leiknum. Lea Björt og Dani Rhodes komu þá inná. Dani í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Á 65.mínútu tók lið Þróttar svo alveg yfir leikinn. Þær fengu tvö til þrjú góð færi áður en þær bættu við forystu sína á 69.mínútu. Dani Rhodes slapp þá ein gegn marki FH en skaut í slá, boltinn barst til Lindu Lífar sem skaut í varnarmann áður en boltinn datt fyrir framan Andreu Rut sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Ólöf Sigríður boltann við miðjan völl, snéri og sendi stungusendingu á Dani Rhodes sem rétt náði að pota boltanum undir Katelin í marki FH. Staðan fljót að breytast og orðin 3-0. 3-0 undir breyttu FH um leikkerfi, fækkuðu í vörn og fjölguðu í sókn. Það gerði það að verkum að allt opnaðist að aftan og Þróttarar fengu hvert dauðafærið á eftir öðru. Ólöf Sigríður, sem hafði klúðrað tveimur færum ein gegn markmanni FH, tókst svo loksins að skora og kóróna frábæran leik sinn á 89.mínútu þegar hún slapp í þriðja sinn ein gegn Katelin. Allt er þegar þrennt er og staðan orðin 4-0. Leikurinn fjaraði út eftir það og Þróttarstúlkur eru komnar í úrslitaleikinn sem spilaður er á Laugardalsvelli þann 1.október næstkomandi. Álfhildur og stöllur fagna sigrinum.vísir/hulda margrét Af hverju vann Þróttur? Ástæðurnar eru nokkrar. Í fyrsta lagi náði sóknarþungi FH aldrei að verða að neinni alvöru hættu, að mörgu leyti vegna góðrar frammistöðu Jelenu Tinnu og Sóleyju Maríu í hjarta varnarinnar hjá Þrótti en svo voru FH stúlkur bara ekki alveg nógu skarpar. Í öðru lagi voru sóknarmenn Þróttar mjög klínískar í leiknum í kvöld, bjuggu til góð færi og nýttu þau þegar á því þurfti að halda. Í þriðja lagi ber að nefna innkomu Dani Rhodes sem gjörsamlega sprengdi upp varnarleik FH með hraða sínum. Hún gaf liði Þróttar þetta extra sem þurfti til þess að klára þennan leik í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Ólöf Sigríður, sóknarmaður Þróttar, stóð upp úr í kvöld. Það var erfitt fyrir varnarmenn FH að eiga við hana allan leikinn. Hún kom að þremur af fjórum mörkum Þróttar, bjó til það fyrsta, lagði upp það þriðja og skoraði það fjórða auk þess að skapa mörg færi fyrir sig og samherja sína. Selma Dögg stóð upp úr hjá FH liðinu. Hún var sífellt að koma sér og öðrum í góðar stöður framarlega á vellinum og ógnaði marki Þróttar nokkrum sinnum. Hvað mátti betur fara? FH stúlkur hefðu mátt nýta yfirhöndina sem þær höfðu á köflum. Þær náðu að skapa sér alltof fá alvöru færi og tókst ekki að láta Írisi Dögg, markvörð Þróttar, hafa nægilega mikið fyrir því að halda hreinu. Hvað gerist næst? Í þessari keppni eru FH úr leik og Þróttur mætir Breiðablik á Laugardalsvelli þann 1.október. Í deildarkeppni spilar FH næst við Gróttu á Vivaldivellinum næstkomandi miðvikudag á meðan Þróttur mætir Val á Hlíðarenda á þriðjudaginn. NIk brosti út að eyrum í leikslok.vísir/hulda margrét Nik Chamberlain: Tilfinningin er ótrúleg Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum kátur eftir sigur síns liðs í kvöld. „Tilfinningin er ótrúleg“ sagði Nik strax eftir leik. Eins og fyrr segir komu FH stúlkur ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og á tímabili stóð Nik ekki á sama. „Ég var stressaður, þær voru að ógna mikið en náðu þó aldrei að skapa sér almennilega færi. Varnarlínan mín stóð sig frábærlega í kvöld.“ sagði Nik. Nik var einnig spurður út í innkomu Dani Rhodes eftir leik. „Hún lenti bara í gærmorgun, hún kom frábærlega inn í dag og mun reynast okkur mjög vel.“ Guðni var stoltur af sínu liði í kvöld.vísir/hulda margrét Guðni Eiríksson: Mörk breyta leikjum Guðni Eiríksson, þjálfari FH liðsins, tók tapinu með miklu jafnaðargeði en var þó svekktur að hafa ekki gert þetta að meira spennandi leik í seinni hálfleik. „Mér finnst 4-0 ekki alveg gefa rétta mynd af þessum leik því mér fannst við hafa yfirhöndina fyrstu 65 mínúturnar. Mörk breyta leikjum og eftir það þurfum við að gera breytingar, fækka í vörn og reyna að sækja á þær“ sagði Guðni. Annað mark Þróttar sem kom á 69.mínútu sló svolítið vindinn úr FH liðinu að mati Guðna. „Sammála, það sló vindinn úr okkur aðeins. Aftur, mörk breyta leikjum.“ FH eru í harðri toppbaráttu við Aftureldingu og KR í Lengjudeildinni og stefnir Guðni á að koma FH liðinu aftur í deild þeirra bestu. „Nú er þessi keppni búin og við getum einbeitt okkur að deildinni þar sem við erum í mikilli baráttu við tvö önnur lið. Einungis tvö þessara liða fara upp í Pepsi-Max deildina og við verðum að sjá til þess að FH verði eitt þeirra“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki. 16. júlí 2021 10:00 Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. 15. júlí 2021 12:00
Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki. 16. júlí 2021 10:00
Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. 15. júlí 2021 12:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti