Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Í dag spáir Veðurstofan suðvestlægri átt, 3-10 metrar á sekúndu. Léttskýjað víða en skýjað að mestu og smá væta við vesturströndina. Þá verður mögulega þokuloft úti við norðurströndina. Hiti tíu til 24 stig en hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.
Á morgun á að vera svipað veður en aðeins hvassara.
Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag, ef marka má mæla Umhverfisstofnunnar.
Gosmóða liggur aftur yfir höfuðborgarsvæðinu og upp í Hvalfjörð. Einhver hækkun er á SO2 gasi en mun meiri á fínu svifryki, sem bendir til hækkaðs styrks SO4. pic.twitter.com/5ULXUUAYWp
— Loftgæði (@loftgaedi) July 19, 2021
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestan 5-13 m/s og dálítil væta á vestanverðu landinu, en léttskýjað fyrir austan. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast austantil.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu, en þurrt og víða bjart eystra. Áframhaldandi hlýindi.
Á föstudag og laugardag:
Fremur hæg suðvestlæg átt og dálitlar skúrir, en bjartviðri austantil. Áfram hlýtt í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir áframhaldandi suðvestlæga átt, bjart og hlýtt veður austanlands en skýjað og dálítil úrkoma um vestan- og suðvestanvert landið.