Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2021 12:52 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. „Það er alvarlegt mál og hlýtur að vera fordæmalaust að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki samkeppnisaðila ranglega um skattalagabrot,“ segir Arnar í kröfubréfi til ÁTVR og Ívars J. Arndal forstjóra. Arnar hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að leggja fram kæru á hendur Ívari fyrir rangar sakargiftir. „Engum blöðum er um það að fletta að ásakanir þínar á hendur mér persónulega og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS eru tilhæfulausar með öllu. Að bera saklausa menn röngum sakargiftum er refsivert,“ segir í kröfubréfinu. Greint var frá því að á föstudag að ÁTVR hafi kært Arnar og félögin tvö til lögreglu og skattayfirvalda. Í kærunum er aðilarnir sakaðir um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Sé sannarlega með virðisaukaskattnúmer Í kærunum var félagið Santewines SAS sagt vera án virðisaukaskattsnúmers og íslenskrar kennitölu. Það hafi því því enga heimild til að rukka virðisaukaskatt hér á landi. Arnar hafnar þessu. „Með lágmarks fyrirhöfn hefði mátt leiða í ljós þá augljósu staðreynd að Santewines SAS hefur bæði íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Félagið gefur út reikninga með 11% virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hefur gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Hin íslenska kennitala og virðisaukaskattsnúmer voru skráð hjá Skattinum í apríl sl. en félagið hóf starfsemi í maí,“ segir í bréfinu til ÁTVR sem Arnar birtir fjölmiðlum. Hann bætir við að ekki hafi orðið nein vanskil og öll aðflutningsgjöld vegna innflutnings á áfengi hafi verið greidd. Raunar sé gjalddagi vegna virðisaukaskatts í maí og júní, fyrstu rekstrarmánaða verslunarinnar, ekki fyrr en 5. ágúst. „Allar ásakanir um skattsvik og undanskot eru rógburður,“ segir í bréfi Arnars. Vill að kærurnar séu dregnar til baka Með bréfinu krefst Arnar þess að áðurnefndar kærur verði dregnar til baka án tafar og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu og vefborðum í eina viku á visir.is og mbl.is. Er farið fram á að í afsökunarbeiðninni komi fram að kærurnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsökunar á því að hafa haft frammi rangar sakargiftir gagnvart Arnari og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS. Veittur er frestur til að verða við kröfunni til klukkan 15 á miðvikudag. Lögreglumál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Það er alvarlegt mál og hlýtur að vera fordæmalaust að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki samkeppnisaðila ranglega um skattalagabrot,“ segir Arnar í kröfubréfi til ÁTVR og Ívars J. Arndal forstjóra. Arnar hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að leggja fram kæru á hendur Ívari fyrir rangar sakargiftir. „Engum blöðum er um það að fletta að ásakanir þínar á hendur mér persónulega og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS eru tilhæfulausar með öllu. Að bera saklausa menn röngum sakargiftum er refsivert,“ segir í kröfubréfinu. Greint var frá því að á föstudag að ÁTVR hafi kært Arnar og félögin tvö til lögreglu og skattayfirvalda. Í kærunum er aðilarnir sakaðir um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Sé sannarlega með virðisaukaskattnúmer Í kærunum var félagið Santewines SAS sagt vera án virðisaukaskattsnúmers og íslenskrar kennitölu. Það hafi því því enga heimild til að rukka virðisaukaskatt hér á landi. Arnar hafnar þessu. „Með lágmarks fyrirhöfn hefði mátt leiða í ljós þá augljósu staðreynd að Santewines SAS hefur bæði íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Félagið gefur út reikninga með 11% virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hefur gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Hin íslenska kennitala og virðisaukaskattsnúmer voru skráð hjá Skattinum í apríl sl. en félagið hóf starfsemi í maí,“ segir í bréfinu til ÁTVR sem Arnar birtir fjölmiðlum. Hann bætir við að ekki hafi orðið nein vanskil og öll aðflutningsgjöld vegna innflutnings á áfengi hafi verið greidd. Raunar sé gjalddagi vegna virðisaukaskatts í maí og júní, fyrstu rekstrarmánaða verslunarinnar, ekki fyrr en 5. ágúst. „Allar ásakanir um skattsvik og undanskot eru rógburður,“ segir í bréfi Arnars. Vill að kærurnar séu dregnar til baka Með bréfinu krefst Arnar þess að áðurnefndar kærur verði dregnar til baka án tafar og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu og vefborðum í eina viku á visir.is og mbl.is. Er farið fram á að í afsökunarbeiðninni komi fram að kærurnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsökunar á því að hafa haft frammi rangar sakargiftir gagnvart Arnari og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS. Veittur er frestur til að verða við kröfunni til klukkan 15 á miðvikudag.
Lögreglumál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45
Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17