Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir að nauðga tveimur konum í fyrra. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og norðan heiða í júlí. Mogbolu var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.
Gæsluvarðhald Mogbolu vegna þriðju nauðgunarinnar sem hann er sakaður um átti að renna út í dag en var framlengt í gær.
Maðurinn er 21 árs og er samkvæmt heimildum fréttastofu frá Nígeríu.