Hjalti Úrsus heldur því fram að lögregla ljúgi til um blóðprufu í máli sonar hans Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2021 12:53 Hjalti Úrsus Árnason og sonur hans Árni Gils í héraðsdómi. Hjalti segir málið allt hafa valdið syni sínum ómældum skaða og vænta má skaðabótamáls sem verður aldrei undir 100 milljónum. vísir/vilhelm Hjalti Úrsus Árnason segir að vænta megi skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu af áður óþekktri stærðargráðu í hliðstæðum málum. Árni Gils Hjaltason var sýknaður í Landsrétti og í Héraðsdómi eftir að hafa verið sakfelldur tvívegis í héraði. Í ágúst 2017 var Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði fyrir að stinga annan mann í höfuðið með hnífi. Hæstiréttur ómerkti þann dom og sendi málið aftur á lægra dómsstig þar sem ekki þótti sannað að Árni Gils hafi verið sekur um það sem hann var dæmdur fyrir. Hjalti, sem hefur helgað sig þessu máli undanfarin árin, segir málareksturinn allan án fordæma. Hann segir að krafan verði aldrei undir hundrað milljónum, líklega hærri. Hann nefnir þar gæsluvarðhald, meingerð og afleiðingar sem málið hefur haft á Árna Gils. Gefur lítið fyrir svör lögreglustjóra Liður í undirbúningi Hjalta hefur verið að skoða þátt sem snýr að blóðprufu sem Hjalti segir að hafi aldrei verið tekin. Í samtali við blaðamann Vísis rekur hann það í ítarlegu máli að það hafi hreinlega ekki verið gerlegt miðað við atvikalýsingu; því er haldið fram að prufan hafi verið tekin í fangaklefa en á þeim tíma sem Árni Gils var þar ekki staddur. Dómar í héraði segir Hjalti að hafi meðal annars grundvallast á því að Árni Gils hafi verið undir áhrifum eiturlyfja, en það liggi bara ekkert fyrir um það. Hjalti hefur ítrekað krafist gagna um þetta atriði máls og nú loks hefur borist svar frá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu. Hjalti gefur ekki mikið fyrir þau svör, reyndar segir hann svörin staðfesta það sem hann hefur ávallt haldið fram, að blóðprufan hafi aldrei verið tekin. Því er þó haldið fram í bréfinu, en með þeim hætti að Hjalti segir að það hljóti að vera öllum vitibornum mönnum ljóst að þetta haldi engu vatni. Gögnin týndust Svar lögreglustjóra snýr að tveimur atriðum í málinu: Annars vegar það hvort Árni Gils hafi verið yfirheyrður í nærklæðum einum fata en því er svarað til að hann hafi verið í sloppi og með teppi; myndbandsupptökur staðfesti það. Síðan er vikið að blóðsýnatökunni. Sjá má skjáskot af bréfinu sem Vísir hefur undir höndum hér neðar en þar segir meðal annars: „En niðurstaðan er sú að blóðsýni var tekið og rannsakað en pappírar varðandi hana hafa á einhvern hátt orðið viðskila við önnur gögn málsins. Það er afleitt á margan hátt en úr því verður bætt eins og nokkur möguleiki er á og kemur vonandi ekki að sök.“ Skjáskot af bréfi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, svar sem dregist hefur úr hömlu að afgreiða en Hjalti gefur minna en ekkert fyrir þessar útskýringar. Þá er beðist velvirðingar á því hversu langan tíma hefur tekið að svara erindinu. Hjalti telur þessar skýringar broslegar, eða grátlegar öllu heldur. „Þetta er tóm lygi. Lögregla týnir gögnum? Það á ekki að vera hægt,“ segir Hjalti. Sem telur þetta smánarblett á íslensku réttarfari, að héraðsdómur hafi ekki tekið tillit til þessa þegar þar voru felldir dómar. Hjalti segir að málið liggi fyrir hjá eftirlitsnefndar með störfum lögreglu, hún fundi 27. þessa mánaðar og Hjalti geri fastlega ráð fyrir því að hún muni ávíta lögreglu fyrir vítaverð vinnubrögð. Því þetta sé ekki boðlegt. Þá hefur hann sent málið allt til umboðsmanns Alþingis til að tryggja rétta málsmeðferð í því sem snýr að kæru sem lögð verður fram innan viku. Lögreglan Mál Árna Gils Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Árni Gils Hjaltason var sýknaður í Landsrétti og í Héraðsdómi eftir að hafa verið sakfelldur tvívegis í héraði. Í ágúst 2017 var Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði fyrir að stinga annan mann í höfuðið með hnífi. Hæstiréttur ómerkti þann dom og sendi málið aftur á lægra dómsstig þar sem ekki þótti sannað að Árni Gils hafi verið sekur um það sem hann var dæmdur fyrir. Hjalti, sem hefur helgað sig þessu máli undanfarin árin, segir málareksturinn allan án fordæma. Hann segir að krafan verði aldrei undir hundrað milljónum, líklega hærri. Hann nefnir þar gæsluvarðhald, meingerð og afleiðingar sem málið hefur haft á Árna Gils. Gefur lítið fyrir svör lögreglustjóra Liður í undirbúningi Hjalta hefur verið að skoða þátt sem snýr að blóðprufu sem Hjalti segir að hafi aldrei verið tekin. Í samtali við blaðamann Vísis rekur hann það í ítarlegu máli að það hafi hreinlega ekki verið gerlegt miðað við atvikalýsingu; því er haldið fram að prufan hafi verið tekin í fangaklefa en á þeim tíma sem Árni Gils var þar ekki staddur. Dómar í héraði segir Hjalti að hafi meðal annars grundvallast á því að Árni Gils hafi verið undir áhrifum eiturlyfja, en það liggi bara ekkert fyrir um það. Hjalti hefur ítrekað krafist gagna um þetta atriði máls og nú loks hefur borist svar frá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu. Hjalti gefur ekki mikið fyrir þau svör, reyndar segir hann svörin staðfesta það sem hann hefur ávallt haldið fram, að blóðprufan hafi aldrei verið tekin. Því er þó haldið fram í bréfinu, en með þeim hætti að Hjalti segir að það hljóti að vera öllum vitibornum mönnum ljóst að þetta haldi engu vatni. Gögnin týndust Svar lögreglustjóra snýr að tveimur atriðum í málinu: Annars vegar það hvort Árni Gils hafi verið yfirheyrður í nærklæðum einum fata en því er svarað til að hann hafi verið í sloppi og með teppi; myndbandsupptökur staðfesti það. Síðan er vikið að blóðsýnatökunni. Sjá má skjáskot af bréfinu sem Vísir hefur undir höndum hér neðar en þar segir meðal annars: „En niðurstaðan er sú að blóðsýni var tekið og rannsakað en pappírar varðandi hana hafa á einhvern hátt orðið viðskila við önnur gögn málsins. Það er afleitt á margan hátt en úr því verður bætt eins og nokkur möguleiki er á og kemur vonandi ekki að sök.“ Skjáskot af bréfi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, svar sem dregist hefur úr hömlu að afgreiða en Hjalti gefur minna en ekkert fyrir þessar útskýringar. Þá er beðist velvirðingar á því hversu langan tíma hefur tekið að svara erindinu. Hjalti telur þessar skýringar broslegar, eða grátlegar öllu heldur. „Þetta er tóm lygi. Lögregla týnir gögnum? Það á ekki að vera hægt,“ segir Hjalti. Sem telur þetta smánarblett á íslensku réttarfari, að héraðsdómur hafi ekki tekið tillit til þessa þegar þar voru felldir dómar. Hjalti segir að málið liggi fyrir hjá eftirlitsnefndar með störfum lögreglu, hún fundi 27. þessa mánaðar og Hjalti geri fastlega ráð fyrir því að hún muni ávíta lögreglu fyrir vítaverð vinnubrögð. Því þetta sé ekki boðlegt. Þá hefur hann sent málið allt til umboðsmanns Alþingis til að tryggja rétta málsmeðferð í því sem snýr að kæru sem lögð verður fram innan viku.
Lögreglan Mál Árna Gils Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira